DWC Dansstílar

Waacking

Waacking stíllinn spratt upp úr diskómenningu á 8. áratugnum og fæddist á hinssegin skemmtistöðum í Los Angeles. “Drottningar” klúbbanna drógu innblástur frá gömlum Hollywood leikkonum og glamúr sem þeim fygldi.

Stíllinn er ofboðslega skemmtilegur og kvenlegur dansstíll sem veitir nemendum aukna snerpu, handahreyfingar og framkomu. Við erum stolt að geta boðið upp á stílinn þar sem eftirspurnin hefur verið mikil.