DWC Dansstílar
COMMERCIAL
Commercial er ekki dansstíll heldur persónuleg túlkun danshöfundar sem er undir sterkum áhrifum frá mörgum dansstílum, t.d. street og klassískum. Þessi nálgun á rætur sínar að rekja til danstíma í erlendum dansstúdíóum þar sem danshöfundar hófu að blanda saman dansstílum og sameina í eina dansrútínu. Var þetta á árunum í kringum 1995-1999 og voru það mjög teknískir og mikið menntaðir dansarar sem þróuðu dansinn áfram. Má þar nefna danshöfunda á borð við Wade Robson, Brian Friedman og Fatima Robinson en þau eiga öll mjög farsælan feril að baki. Tilgangurinn var einfaldlega sá að skapa nýtt dansform fyrir tónlistarmyndbönd. Skemmtilega nálgun sem gerði dönsurum kleift að þjálfa sig í að ná dansrútínum með skírskotun í hip hop og aðra dansstíla á borð við jazz á sama tíma. Commerical dans þróaðist því út frá hip hop menningunni og er svar dansiðnaðarins í Los Angeles við hip hop dansstílnum.
Commercial reynir mikið á tónlistarnæmi og skilning á tónlistinni og litlum vöðvum líkamans sem og gífurlegri tækni sem dansarar sækja í klassíska og street dansa. Þetta er vinsælasta dansformið í dag. Það sem þú sérð í kvikmyndum, dansmyndböndum, á tónleikum og í auglýsingum í dag flokkast sem commercial dans. Dansinn sem skemmtanaiðnaðurinn byggir á.