W deild er eingöngu ætluð framhaldsnemendum (advanced)

  • 14-18 ára : Workshop based tímar : 2x í viku : 60 mínútur hver tími.

W DEILD
W deild er fyrir þá nemendur með mikla reynslu í dansi. Deildin er einöngu ætluð dönsurum sem eru fullir af áhuga og metnaði og vilja bæta sig enn frekar.

W DEILD : 14-18 ára
Tímarnir fara fram alla þriðjudaga og fimmtudaga í glænýrri World Class stöð í Kringlunni.  Þetta eru lotukerfi eins og við höfum áður byggt skipulagið upp á. Þetta er í fyrsta skipti sem lotukerfið er vikulegt og því er nýr kennari í hverri viku. Við bjóðum í fyrsta skipti upp svona advanced prógram og fáum inn kennara til liðs við okkur sem sérhæfa sig í stílum sem fastir kennarar skólans gera ekki. Þannig aukum við fjölbreytnina fyrir dansarana okkar. Salurinn er industrial að innan og með mikilli led lýsingu svo kennarar munu leggja mikið upp úr stemningu.

SKIPULAG
Nýr kennari í hverri viku. 
Dansstílar sem kenndir eru: Commercial, Lyrical Hip Hop, Toprock, Modern, Vogue Femme, House, Jazz Funk, Street Jazz og síðan Performance tímar og Isolations.

ATH! Hafið samband við okkur á netfangið dwc@worldclass.is með undanþágur á aldurstakmarki fyrir dansara sem eru 13 að verða 14 ára.

KENNSLUSTAÐIR
Eingöngu í Kringlunni (nýju stöðinni sem er inni í verslunarmiðstöð Kringlunnar)

LENGD DANSTÍMA
60 mínútur : 2x í viku

VERÐ
23.990 kr.

NÁNARI UPPLÝSINGAR
Allar nánari upplýsingar um dansnámið og stundaskrá er að finna hér á síðunni.

FRÍSTUNDASTYRKUR
Ekki er hægt að nýta frístundastyrk þar sem námskeiðið nær ekki 10 vikum að lengd sem er lágmark fyrir nýtingu á styrknum.