DWC Dansstílar

JAZZ

Jazz er dansstíll sem nær inn í marga aðra dansstíla. Á árunum fyrir 1950 þá náði heitið jazz, yfir dansstíla sem áttu uppruna sinn að rekja til Suður-Amerískra og Afrískra dansa. Á árunum þar á eftir varð til ný stefna innan jazz stílsins sem var mótað frá karabískum áhrifum. Hver einasti sjálfstæði dansstíll innan jazz dansins er mótaður af öðru hvoru af þessum áhrifum. Dansinn þróaðist samhliða jazz tónlist í New Orleans í Bandaríkjunum í kringum árið 1900.

Jazz dans breyttist í leikhús og sviðsvænan dans á árunum 1930-1960 og hafði sú þróun í för með sér að til þess að ná tökum á stílnum þurftu dansarar að vera vel þjálfaðir og teknískir. Á þessum tíma voru það danshöfundar úr samtímadansi og ballet sem prófuðu sig áfram með jazz dansinn. Voru það danshöfundar á borð við Bob Fosse sem sienna meir urðu heimsþekktir innan dansheimsins sem danshöfundar á sínu sviði.