KRISTÍN BÖÐVARS, 17 ÁRA

Hver er uppáhalds dansarinn þinn eða dansararnir þínir?

Ef ég ætti að velja uppáhalds dansara væri það Antoine Troupe og Ysabelle Capitule. Ég dýrka stílinn hans Antoine og Ysabelle er með flæðið alveg á hreinu.

Hvað fílarðu við DWC?

Ég fíla það að allir nemendur dansskólans hafi möguleika á að koma sjálfum sér á framfæri. Ef maður gerir sitt besta geta margar dyr opnast.

Hvernig finnst þér DWC Dance Camp?

DWC dancecamp er eitt af því sem gerir dansskólann einstakan. Með því að erlendir kennarar koma að kenna fáum við möguleika á að þróa okkur sem dansara enn meira.

Ertu pepp fyrir haustönn? Hverju ertu mest spennt fyrir?

Ég hef aldrei verið jafn spennt fyrir dansönn eins og nú. Aðalástæðan er að Antoine Troupe verður með workshop í heila viku!! Ég tel niður dagana, ég er það spennt!

Hvað er dansdraumurinn?

Draumurinn væri að geta unnið við það sem mér finnst skemmtilegast að gera, dansa. Mig dreymt oft um það að ferðast um heiminn og deila dansástríðu minni með öðrum dönsurum.

Þegar að þú semur dansa hvernig stíll er það?

Þegar ég sem dans er ég mjög einbeitt á að halda flæði og að stjórna vöðvunum. Stíllinn minn er innblásinn af commercial/hip hop/dancehall/jazzfunk/lyrical.