Veður á sýningardag

Varað er við slæmu veðri á sýningardag. Það lítur allt út fyrir að bæta muni hressilega í vindinn um og eftir hádegi og erum við á vaktinni um framvindu veðurfars. Báðar jólasýningar munu fara fram samkvæmt áætlun.

 

Miðasala hafin


Miðasala á jólasýningu dansskólans er hafin á midi.is. Miðaverð er 1.500 kr. og er frítt inn fyrir börn 12 ára og yngri. Börn þurfa ekki miða og því mæta þau ásamt foreldrum og er hleypt beint inn. Nóg af sætum á að vera fyrir alla en takmarkaður sætafjöldi fór í sölu til þess að halda eftir sætum fyrir börnin. Sætin eru ómerkt og því hvetjum við ykkur til þess að mæta snemma. Húsið opnar hálftíma fyrir hvora sýningu.

Um tvær sýningar er að ræða:
Fyrri sýning hefst kl.11.30 og sýna þá danshópar frá Egilshöll og Mosfellsbæ.
Seinni sýning hefst kl.15.00 og sýna þá danshópur úr Laugum, Seltjarnarnesi og Ögurhvarfi í Kópavogi.

Hér er linkur á midi.is:
http://midi.is/atburdir/1/8665

Hlökkum til að sjá sem flesta!

Jólasýning í Austurbæ

Jólasýning skólans fer nú fram í annað sinn en í ár mun sýningin fara fram í Austurbæ við Snorrabraut. Allir nemendur skólans munu koma fram og sýna afrakstur haustannar á sviði leikhússins. Sýningin mun fara fram sunnudaginn 30. nóvember og það í tveimur hlutum. Er það gert til þess að halda sýningunni í styttra lagi.  Auk þess er það gert til þess að allir foreldrar, ættingjar og vinir geta komið og notið sýningarinnar og nemendur notið sín með nóg pláss baksviðs. Einungis þrjár vikur eru eftir af haustönnog eru allir hópar að vinna að atriðum sínum sem stendur. Mikil eftirvænting ríkir í hópunum og hlökkum við til þess að hringja inn jólin með ykkur, dansfjölskyldunni okkar, þennan síðasta sunnudag í nóvember mánuði.

Nánari upplýsingar um allt skipulag er varðar sýninguna er væntanlegt hér á heimasíðu okkar í næstu viku.

Fleiri myndir frá Danceoff Dansbikar

Fleiri myndir eru nú komnar hér inn á heimasíðu og inn á Facebook síðu skólans frá Danceoff Dansbikarkeppninni. Keppnin fór fram þann 1.nóvember í Tjarnarbíó við Tjarnargötu. Fór hún fram í tveimur hlutum og fóru þeir báðir fram fyrir fullu húsi yfir daginn. Yfir 130 nemendur skólans tóku þátt að þessu sinni og er keppnin því hin stærsta til þessa. Voru það ljósmyndararnir Ásta Sif, astasif.com, og Rakel Tómasdóttir, rakeltomas.com, sem sáu um myndatöku yfir daginn.

Fleiri myndir eru væntanlegar út vikuna og munum við að sjálfsögðu uppfæra heimasíðu og Facebook síðu skólans.

Myndirnar má sjá hér á heimasíðu með því að klikka á þennan link:
http://dansstudioworldclass.is/myndir/#!

 

Myndir og úrslit frá DanceOff Dansbikar

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

 

Danceoff Dansbikar fór fram í fjórða skipti um síðustu helgi. 135 nemendur dansskólans tóku þátt að þessu sinni og heppnaðist dagurinn með eindæmum vel. Gleði skein úr andliti allra keppenda yfir daginn en fór keppni fram í tveimur hlutum. Nemendur í flokki 10-12 ára hófu leika um morguninn og fór síðan keppni fram í aldursflokkum 7-9 ára og 13-15 ára eftir hádegi.

Framfarir voru greinilegar hjá nemendum og atriðin eins misjöfn og þau voru mörg. Hæfileikaríkir nemendur sýndu dansa sína með frjálsri aðferð og komu dómurum oftar en ekki í opna skjöldu með þroskaðri nálgun sinni að dansinum. Dómnefnd skipuðu þær Kara Hergils Valdemarsdóttir, Nanna Árnadóttir og Sandra Björg Helgadóttir. Formaður dómnefndar var Stella Rósenkranz, deildarstjóri skólans. Dómarar sammældumst um það eftir keppni í báðum hlutum, að valið hafið verið erfitt á milli einstaklinga og hópa og gaman að sjá framþróun dansins innan skólans. Kennarar eru í skýjunum með sína nemendur og eru strax farnir að hlakka til næstu keppni að ári.

Hér að neðan má sjá úrslit keppninnar:

EINSTAKLINGSKEPPNI

 

Aldursflokkur 7-9 ára

1. sæti – Þórunn Gunnarsdóttir

2. sæti – Karen Emma Þórisdóttir

3. sæti – Aníta Rós Valsdóttir

 

Aldursflokkur 10-12 ára

1. sæti – Birna Hlín Hafþórsdóttir

2. sæti – Andrea Rut Friðriksdóttir

3. sæti – Eydís Jansen

 

Aldursflokkur 13-15 ára

1. sæti – Arna Björk Þórsdóttir

2. sæti – Jenný Jónsdóttir

3. sæti – Andrea Marín Andrésdóttir

 

HÓPAKEPPNI

 

Aldursflokkur 7-9 ára

1. sæti – Koss

Hópinn skipa þær:

Kolfinna Georgsdóttir

Sigrún Tinna Atladóttir

Sóley Jóhannesdóttir

2. sæti – Tígrisdýr

Hópinn skipa þær:

Iðunn H. Aldan Katrínardóttir

Kara Run Hansen

Kolbrún Arna Káradóttir

Nadía Mýr Gísladóttir

3. sæti – Leðurblökurnar

Hópinn skipa þær:

Erika Styrmisdóttir

Kamilla Stjarna Skúladóttir

Kristjana Birna Kjartansdóttir

Aldursflokkur 10-12 ára

1. sæti – Dollies

Hópinn skipa þær:

Alísa Helga Svansdóttir

Áshildur Þóra Heimisdóttir

Birta Lind Ragnarsdóttir

Brynja María Vilhjálmsdóttir

Jódís Fjóla Rúnarsdóttir

2. sæti – Mini Mix

Anna Lísa Hallsdóttir

Brynja Anderiman

3. sæti – The Freaks

Ástrós Hind Rúnarsdóttir

Íris Anna

Telma Dröfn Jónsdóttir

Aldursflokkur 13-15 ára

1. sæti – ASK

Hópinn skipa þær:

Arna Björk Þórsdóttir

Karen Benediktsdóttir

Snædís Sól Harðardóttir

 

2. sæti – Secrets.

Hópinn skipa þær:

Katrín Agnes Ellertsdóttir

Helena Bjartmars Toddsdóttir

Sóley Hólm Jónsdóttir

Sæunn Erla Árnadóttir

 

3. sæti – 3 Fantastic

Hópinn skipa þær:

Eydís Jansen

Íris Birna Arnarsdóttir

Tinna Maren Jóhannsdóttir

Hér að neðan má sjá fyrstu myndir frá deginum en fleiri myndir eru væntanlegar seinna í vikunni.

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“2565,2564,2559,2560,2561,2562,2558,2556,2555,2554,2553,2552,2551,2547,2548,2550,2549,2546,2545,2544,2543,2539,2540,2541,2542,2538,2537,2536,2535,2531,2532,2533,2534,2530,2529,2528,2527,2523,2524,2525,2526,2522,2521,2520,2519,2515,2516,2517,2518,2514,2513,2512,2511,2507,2508,2509,2510,2506,2505,2504″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Baksviðs á Danceoff Dansbikar 2014″][/vc_column][/vc_row]