LEIÐBEININGAR VEGNA FRÍSTUNDASTYRKS

REYKJAVÍK – KÓPAVOGUR – MOSFELLSBÆR

Skráning

Hér eftir fara foreldrar inn á síðuna, worldclass.felog.is og skráið ykkur inn.

Greiðsludreifing

Einnig skal fara inn á þessa síðu ef óskað er eftir að dreifa greiðslum á námskeiði þó ekki sé verið að nýta styrkinn. Greiðsludreifingu er hægt að skipta í þrennt.

Frístundakort 

Ef nýta á frístundakort til þess að greiða fyrir dansnámið þurið þið að haka í “Samþykkja skilmála” og ýta þá á island.is hnappinn sem kemur upp hjá ykkur.

GARÐABÆR

Nemendur úr Garðabæ geta framvísað greiðslukvittun á bæjarskrifstofum gegn endurgreiðslu hvatapeninga í hverju bæjarfélagi fyrir sig.

HAFNARFJÖRÐUR

Framkvæmd niðurgreiðslunnar er þannig að forráðamenn fara inn á Mínar síður hjá Hafnarfjarðarbæ og staðfesta þátttöku iðkandans hjá viðkomandi félagi/deild rafrænt. Beinan link er að finna hér: https://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/frettir/fristundastyrkir-breyting

SELTJARNARNES

Styrkveiting Seltjarnarness felst í endurgreiðslu gegn framvísun nótu frá dansskólanum. Foreldrar biðja því um nótu þegar gengið er frá skráningu í dansnám hjá skólanum. Foreldrar þurfa að greiða fyrir námskeiðið á fullu við skráningu og framvísa síðan greiðslukvittun til endurgreiðslu. Seltjarnarnes er að taka upp sama kerfi og önnur bæjarfélög og er von á því seinna á þessu ári.

GREIÐSLUR

Greiða verður öll námskeið við skráningu!

Rafræn skráning fer fram hér á heimasíðu skólans. Mögulegt að ganga alveg frá skráningu á námskeið í gegnum síðuna og tryggja sér þar með pláss í tæka tíð.

NEMENDAAFSLÁTTUR

Ef nemendur vilja æfa meira, þ.e. oftar en tvisvar í viku eða fleiri en 2 klukkustundir á viku þá er mögulegt að skrá sig í fleiri námskeið. 50% afsláttur er veittur af öðru námskeiði ef einstaklingar velja fleiri dansnámskeið innan Dansstúdíó World Class á önninni. Fullt verð er greitt fyrir fyrsta námskeið. 50% afsláttur er veittur af öðrum námskeiðum á önninni.

SYSTKINAAFSLÁTTUR

Veittur er 5% systkina afsláttur ef bæði systkini eru skráð á námskeið hjá dansskólanum.

AFSLÁTTUR ÁRSKORTSHAFA

10% afsláttur er af námskeiðum Dansstúdíó World Class ef einstaklingur á árskort í World Class!

Þarf þá árskorthafinn sjálfur að stunda dansnám hjá skólanum. Ekki nær afslátturinn yfir barn árskortshafa.