RAKEL GUÐJÓNS, 17 ÁRA

Lýstu þér í 5 orðum?

Ég myndi segja að ég sé frekar kaldhæðin, ákveðin, frekar feimin, skipulögð og vonandi skemmtileg!

Hver er uppáhalds dansarinn þinn eða dansararnir þínir?

Uppáhalds dansararnir mínir eru m.a: Jake Kodish, Karon Lynn og Antoine Troupe

Hvað fílarðu við DWC?

Ég elska andrúmsloftið í tímunum. Mér finnst ég líka fá mörg tækifæri í dansi í gegnum DWC og að vera í DWC gefur manni mikla reynslu og undirbúning fyrir að vinna í dansheiminum í framtíðinni.

Hvernig finnst þér DWC Dance Camp?

Mér finnst DWC Dance Camp ótrúlega skemmtilegt og æðislegt að fá að fara í tíma hjá erlendum danshöfundum á Íslandi. Það er alltaf jafn spennandi þegar tilkynnt er hver er að koma að kenna.

Ertu pepp fyrir haustönn? Hverju ertu mest spennt fyrir?

Ég hef aldrei verið jafn spennt fyrir önn og núna! Ég er spenntust fyrir að fá erlenda kennara til okkar að kenna í heila viku hvor. Svo er líka geggjað að getað fengið að æfa meira.

Hvað er dansdraumurinn?

Dansdraumurinn er að starfa við dans. Mig langar að fara erlendis og vinna í stærri verkefnum þar og einnig vinna hér heima við það sem ég elska.

Þegar þú semur dans, hvernig stíll er það?

Ég sem oftast emotional lyrical/ contemporary dansa.