Skráning í fullum gangi


Skráning á vorönn 2016 er nú í fullum gangi á heimasíðu skólans. Skráningarsíðan er nú loksins komin í lag og því ekkert til fyrirstöðu en að tryggja sér pláss í dansnám á vorönn. Dansskólinn býður upp á metnaðarfullt og framsækið dansnám fyrir allan aldur á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu.

Skólinn er leiðandi í íslenskri danssenu og er jafnframt annar stærsti í Reykjavík. Kynntu þér stundaskrána okkar hér á heimasíðunni og kynntu þér fjölbreytta dagskrá.

Vorönn lýkur með nemendasýningu í Borgarleikhúsinu laugardaginn 2. apríl.

Vertu með okkur árið 2016 og skráðu þig á heimasíðu.

Öllum fyrirspurnum er svarað á netfanginu dwc@worldclass.is.

Jólakortin komin

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Jólakortin okkar eru komin hér á heimasíðuna og á Facebook síðu skólans. Allir nemendur sem stunduðu dansnám hjá skólanum á haustönn 2015 fóru í myndatöku með danshópum sínum á meðan á jólasýningunni stóð í Austurbæ.

Takk fyrir frábæra haustönn og við hlökkum til að dansa með ykkur á nýju ári!

Gleðileg jól!

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“3841,3840,3839,3838,3837,3836,3835,3834,3833,3832,3831,3830,3829,3828,3827,3823,3824,3825,3826,3822″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Jólakort 2015″][/vc_column][/vc_row]

Forskráning hafin!

Skráning er nú hafin á vorönn hjá skólanum en hún hefst mánudaginn 11. janúar. Vorönn spannar 12 vikur og lýkur með nemendasýningu í Borgarleikhúsinu í lok annarinnar.

Skipulag á vorönn er með öðrum hætti en á haustönn en þá er fastur kennari á hverjum danshóp allan tímann.

Valtímar eru í boði fyrir alla danshópa 10-12 ára og eldri. Þeir fara fram á föstudögum í öllum stöðvum. Við hvetjum nemendur eindregið til þess að sækja valtíma og bæta við sig þriðja danstímanum í viku. Við sáum gífurlegar framfarir hjá þeim nemendum sem sóttu valtíma á haustönn. En áhersluatriði valtíma er á tækniæfingar tengdar ákveðnum dansstílum, vöðvarstjórnun, teygjur og acro (acrobatics). Það eru fimleikafingar/trikk sem gjarnan er notað í dansrútínum í öllum dansstílum, t.d. afturábakbrú, handahlaup með og án handa og svo framvegis.

SKRÁNING
Skráning er hafin á heimasíðu skólans en beinan link er að finna hér:
http://dansstudioworldclass.is/skraning-2/
*ATH! Ekki er hægt að ganga frá skráningu á heimasíðu ef nýta á frístundastyrk frá sínu sveitafélagi.
Þeir sem ætla ekki að nýta frístundastyrk geta strax gengið frá skráningu í gegnum heimasíðu.
Við biðjum ykkur að passa að setja inn rétt símanúmer og netföng þegar þið gangið frá skráningu upp á upplýsingaflæði á vorönn.

JÓLATILBOÐ
Sérstakt jólatilboð gildir fram til 24. desember en með því veitist 10% afsláttur af námskeiðsverði. Við hvetjum ykkur endilega til þess að nýta ykkur það.

FRÍSTUNDASTYRKUR
Til þess að nýta þér frístundastyrk frá þínu sveitafélagi þarf að koma við í næstu afgreiðslu World Class og fylla út umsóknarpappíra. Þar með ertu búin/n að tryggja þér pláss í viðkomandi danshópnum. Styrknum er síðan hægt að ráðstafa strax eftir áramót en þá opna sveitafélögin fyrir styrkveitingar fyrir árið 2016.

TAKMARKAÐ PLÁSS
Minnum á að um takmarkað pláss er að ræða í danshópana og hvetjum við ykkur til að ganga frá skráningu hið fyrsta svo nemendur lendi ekki á biðlista.

Við hlökkum til að sjá nemendur okkar aftur á vorönn 🙂

Skráning hefst á morgun

Skráning á vorönn hefst á morgun, fimmtudaginn 10. desember. Við bjóðum upp á sérstakt jólatilboð en með því veitist 10% afsláttur af verði í dansnám hjá skólanum. Jólatilboð gildir til 24. desember.

Jólasýningin komin á YouTube

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Jólasýning skólans er nú komin á YouTube rás okkar. Rásin okkar heitir, dansstudiowc, en atriðin er hægt að finna beint með því að slá inn leitarorðin: „Jólasýning Dansstúdíó World Class 2015“. Öll atriði frá báðum sýningum er þar að finna og hvetjum við ykkur eindregið til þess að finna ykkar atriði.

Fleiri ljósmyndir frá sýningunni verður að finna á heimasíðu skólans eftir helgi.