Árleg myndataka skólans

[vc_row][vc_column][vc_single_image image=“2378″ img_link_target=“_self“ img_size=“960×305″][vc_column_text]

Það er árlegur viðburður innan dansskólans að efla til myndatöku á haustin. Stefna skólans er að gera nemendur sýnilega í öllu kynningarefni fyrir dansnámið. Á hverju ári taka nokkrir nemendur þátt í þessu verkefni með okkur og er alltaf um æðislega skemmtilegan dag að ræða. Nemendum gefst þá tækifæri á að hitta nemendur í öðrum danshópum sem og nemendur sem sækja danstíma í öðrum stöðvum en þeir sjálfir. Frábær stemmning skapast því á tökustað þar sem nemendur og foreldrar njóta félagsskaps hvers annars og dansfjölskyldan okkar verður sterkari fyrir vikið.

Hér að neðan má bæði sjá þessar frábæru myndir úr myndatökunni sem og myndbrot sem sýnir hvað fer fram á bakvið tjöldin á tökustað.

[/vc_column_text][vc_separator][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“2361,2362,2367,2366,2365,2364,2363,2369,2368,2370,2371,2372,2377,2376,2413,2412,2411,2410,2409,2408,2407,2406,2405,2404,2403,2416,2395″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_separator][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_separator][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][/vc_column][/vc_row]

Justin Timberlake leikur

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Í tilefni af því að Justin Timberlake, poppstjarna og dansari, er á leið til landsins þá höfum við hjá dansskólanum eflt til sérstaks „JT leiks“. Ástæðan er einfaldlega sú að hér er um frábæra dansskemmtun að ræða.

Leikurinn snýst einfaldlega um það að smella „læki“ á Like síðu skólans á Facebook, deila myndinni sem þar er að finna og tag-a þann sem þú myndir bjóða mér þér á tónleikana. Einn heppinn þátttakandi verður dreginn út í hádeginu á laugardaginn kemur, þann 23. ágúst. Í boði eru 2 miðar í stúku á stórtónleikana í Kórnum í Kópavogi, sunnudaginn 24. ágúst. Það er því til mikils að vinna.

Myndina sem á að deila er að finna hér að neðan:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við hvetjum alla nemendur okkar, fjölskyldu, vini eða ættingja til þess að taka þátt í leiknum og freista gæfunnar. Sjón er sögu ríkari og getum við lofað frábærri skemmtun.

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_facebook type=“standard“][/vc_column][/vc_row]

Spennandi haustönn framundan

Það er spennandi önn framundan hjá dansskólanum og hefst haustönn formlega þann 8. september næst komandi. Skólinn hefur stækkað ört á síðustu misserum og er hann nú annars stærsti skólinn á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenn skólans eru stoltir af því og þeim framförum sem nemendur okkar hafa tekið að undanförnu. Því ríkir mikil eftirvænting eftir því að hefja dansnámið af fullum krafti að nýju.

Haustönn 2013 innleiddum við nýja kennsluskrá sem er að erlendri fyrirmynd en allir danshópar fá nú til sín gestakennara í tvær vikur á tímabilinu. Gestakennarar koma inn í alla hópa og kenna aðra dansstíla en fastir kennarar einblína á og veita nemendum innsýn og kennslu í þeim fræðum sem tengjast viðkomandi stíl. Þannig eykst fjölbreytni nemenda og dýpkar skilning þeirra á líkamanum og virkni hans í senn. Nemendur og foreldrar voru hæstánægðir með þetta skipulag síðasta haust og er það mikið ánægjuefni fyrir aðstandendur og skipuleggjendur skólans.

Á haustönn fara ávallt fram tveir stórir viðburðir innan skólans en það er dansbikarkeppnin DanceOff, Jólaballið og að sjálfsögðu myndbandið Jólakveðjan sem tekin er upp í tengslum við Jólaballið í lok annarinnar. Auk þess er um aðra minni viðburði að ræða og verða þeir auglýstir þegar nær dregur.

Tilhlökkun og eftirvænting er mikil og er skráning hafin hér á heimasíðu og í næstu World Class stöð. Við hvetjum ykkur til þess að ganga frá skráningu hið fyrsta þar sem um takmarkað pláss er að ræða í hópa og getum við ekki tekið frá pláss. Biðlistar eru hins vegar opnir og til taks er hópar fyllast.

Hlökkum til að taka á mót nemendum og nýnemum í september.

Haustönn hefst 8. september

 

Við erum nú á fullu í að undirbúa komandi haustönn. Fylgist með hér á síðunni um miðjan ágúst. Formleg skráning hefst 21. ágúst.