SNÆDÍS SÓL, 17 ÁRA

Lýstu þér í 5 orðum

Ég er frekar feimin, hress, klaufi, dugleg og girly :*

Hver er uppáhalds dansarinn þinn eða dansararnir þínir?

Uppáhalds dansararnir mínir eru svo sjúklega margir en örugglega Ian Eastwood og Jojo Gomez.

Hvað fílarðu við DWC?

Ég fíla andrúmsloftið í tímum og stemmninguna, maður er partur af einni heild á æfingum og síðan kemur DWC manni bara svo mikið á framfæri og ég fæ fullt af tækifærum.

Hvernig finnst þér DWC Dance Camp?

GEGGJUÐ! Algjör snilld að fá þessa geggjuðu danskennara til Íslands og fá að dansa með þeim.

Ertu pepp fyrir haustönn? Hverju ertu mest spennt fyrir?

Jaaams er ógeðslega spennt! er örugglega lang mest spennt fyrir vikunum með Antoine og Ibuki!

Hvað er dansdraumurinn?

Dansdraumurinn minn er að taka fullt af tímum út um allan heim og verða þekktur dansari og auðvitað bara verða eins góð og ég get orðið og náð sem mestum framförum!

Þegar þú semur dans, hvernig stíll er það?

Ég er frekar fjölhæf og finnst lang flestir stílar skemmtilegir en misskemmtilegir samt. En þegar ég sem dans þá finnst mér lang skemmtilegast og finn mig mest í svona feminin-stíl og girly dönsum.