RAKEL HEIÐARS, 17 ÁRA

Lýstu þér í 5 orðum?

Ég er skynsöm, traust, mer finnst ég vera fyndin en það eru ekki allir sammála þvi, get stundum verið soldið utan við mig og góð vinkona myndi ég halda.

Hver er uppáhalds dansarinn þinn eða dansararnir þínir?

Uppáhalds dansararnir mínir eru Kapela, Paradox og Laure Cortellemont

Hvað fílarðu við DWC?

Ég elska andann í tímum, kennararnir eru geggjaðir og bara allt í rauninn

Hvernig finnst þér DWC Dance Camp?

DWC Dance Camp er ekkert smá sniðugt fyrir þá sem æfa hjá dwc, við fáum tækifærið til að læra hjá þeim bestu og læra hjá öðrum en kennurunum sem við förum í tíma til daglega sem er mjæg gott ef maður vill komast lengra í dansi.

Ertu pepp fyrir haustönn? Hverju ertu mest spennt fyrir?

ég er ekkert smá spennt fyrir haustönn, ég er svo spennt að fara að læra hjá Antonie í heila viku og fá að sýna honum hvað ég get, ætla að leggja mig alla fram

Hvað er dansdraumurinn?

Dansdrauminn er að vera bakdansari hjá frægum tónlistarmanni og hefur alltaf verið draumurinn.

Þegar að þú semur dansa hvernig stíll er það?

Ég sem Dancehall dansa því það er lang uppáhalds dansstilinn minn en ég hendi lika inna nokkrum sporum úr top rock og hip- hop:)