Fyrstu myndir af jólasýningunni

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Jólasýning skólans fór fram í gær, laugardag, í Austurbæ. Nemendur skólans sýndu afrakstur annarinnar með glæsilegum atriðum. Húsið var þétt setið á báðum sýningum og tóku áhorfendur virkan þátt í að hvetja nemendur áfram. Björn Bragi Arnarsson sá um kynningar yfir daginn og gerði það af sinni alkunnu snilld. Hann reitti af sér hvern brandarann af öðrum og hlátursköllin ómuðu í húsinu. Áhorfendur lofsömuðu sýninguna og kennarar gætu ekki verið stoltari af nemendum sínum. Þetta var frábær endir á skemmtilegri haustönn.

Það rignir yfir okkur tölvupóstum og skilaboðum þar sem verið er að lofsama sýninguna. Við erum þakklát fyrir þessu hlýju orð og móttökur. Við viljum hrósa öllum nemendum okkar fyrir frábæra frammistöðu á haustönn. Þvílíkar framfarir.

Fyrstu myndir af sýningunni er að finna hér að neðan en allar myndir eru væntanlegar hér á heimasíðu og á Facebook síðu skólans í vikunni.

Myndbönd af öllum atriðum verða einnig birt á YouTube rás skólans í vikunni.

Fylgist með fréttatilkynningum hér.

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“3617,3618,3619,3620,3621,3622,3623,3624,3625,3626,3627,3628,3629,3630,3631,3632,3633,3634,3635,3636,3637,3638,3639,3640″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Fyrstu myndir af jólasýningu 2015″][/vc_column][/vc_row]

Uppselt á jólasýningu!

Eins og öllum er kunnugt þá fer jólasýningin okkar fram á morgun. Það er frábært hve áhugi fyrir sýningunni er mikill og aðsóknin eftir því.
Nú hefur sú staða komið upp að uppselt er á báðar sýningar. Við bætt við miðum til sölu á fyrri sýningu og er enn hægt að festa kaup á miðum á midi.is á þá sýningu.
Annað er uppi á teningnum varðandi seinni sýninguna okkar. Það er alveg uppselt á hana og hefur myndast biðlisti.
Við ætluðum okkur að bjóða upp á frímiða fyrir börn undir 12 ára á aldri og höfum haldið eftir sætum. Eru þeir miðar ætlaðir systkinum nemenda og viljum biðja ykkur að einskorða ykkur við systkini en ekki vini nemenda ef þið getið komið því við.
Varðandi seinni sýningu þá yrðum við afar þakklát ef þið hafið tök á því að taka börnin ekki með á sýninguna. Við gerum okkur grein fyrir að það gæti komið sér illa fyrir einhverja. En ef þið hafið tök á því þá yrðum við ykkur afar þakklát. Þá gætum við gert þeim foreldrum kleift að mæta á sýninguna sem ekki hafa enn náð að tryggja sér miða.
Öll viljum við koma saman og horfa á nemendur sýna afrakstur vetrarins og vera partur af þessari upplifun nemenda í Austurbæ. Vonumst við til að við getum öll unnið saman að þessu svo allir foreldrar nemenda geti verið viðstödd sýninguna.
Um takmarkaðn sætafjölda er að ræða en sætafjöldi Austurbæjar er af sömu stærðargráðu og á stóra sviði Borgarleikhússins eða rúm 500 sæti. Húsið er því kjörinn vettvangur fyrir sýninguna. Taka þarf tillit til öryggismála og Brunavarnareftirlit leyfir einungis ákveðinn fjölda í húsinu á viðburðum sem þessum. Við erum því að biðla til ykkar að aðstoða okkur eftir bestu getu svo sem flestir geti notið þessarar stundar með okkur.
Okkur þætti vænt um ef þið gætuð tekið tillit til þessa.
Hlökkum til að sjá ykkur á morgun 🙂

Valtími í Mosfellsbæ fellur niður!

Því miður tilkynnist hér með að valtími í Mosfellsbæ fellur niður í dag, föstudag, vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Þannig er mál með vexti að Íþróttamiðstöðin lokar kl.16.00. Við biðjumst velvirðingar á svo stuttum fyrirvara og vonum að þetta komi ekki illa við neinn.
Auka tími mun bætast aftan við námskeiðið og mun valtími fara fram föstudaginn 4. desember á sama tíma og vanalega samkvæmt stundatöflu.
Hlökkum annars mikið til þess að sjá ykkur á jólasýningunni okkar á morgun 🙂

Dansdagur í dag!

Dansdagur fer tram í dag, sunnudag, í World Class í Laugum. Allir hópar sameinast í undirbúningi fyrir jólasýningu skólans sem fer fram um næstu helgi. Nemendum hefur verið skipt niður eftir aldurshópum og er skipulag eftirfarandi:

Allir 7-9 ára danshópar
Kl.13.30-15.00
Salur 3
Laugar – Mosfellsbær
Salur 4
Ögurhvarf – Seltjarnarnes – Egilshöll

Allir 10-12 ára danshópar 
Kl.15.00-16.30
Salur 3
10-12 ára Mosfellsbær I og II
10-12 ára Ögurhvarf I og II
Salur 4
10-12 ára Egilshöll I og II
10-12 ára Laugar
10-12 ára Seltjarnarnes

Allir 13-15 ára danshópar
Kl.16.30-18.00
Salur 3
13-15 ára Ögurhvarf I og II
13-15 ára Laugar
13-15 ára Seltjarnarnes
Salur 4
13-15 ára Egilshöll I og II
13-15 ára Mosfellsbær I og II
Hlökkum til að sjá ykkur og eyða deginum saman!

Miðasala hafin

Miðasala á Jólasýningu skólans er nú hafin á midi.is. Beina slóð er að finna hér:
Jólasýningin fer fram laugardaginn 28. nóvember næst komandi í Austurbæ við Snorrabraut. Um tvær sýningar er að ræða, fyrri sýning kl.11.30 og seinni sýning kl.15.00.
Á fyrri sýningu koma fram danshópar í Egilshöll og Mosfellsbæ.
Á seinni sýningu koma fram danshópar í Laugum, Seltjarnarnesi og Ögurhvarfi.
DANSDAGUR
Við minnum á Dansdaginn okkar á sunnudaginn kemur í World Class í Laugum. Allir hópar sameinast, hittast og æfa atriði sín.
Tímasetning er eftirfarandi:
Allir 7-9 ára hópar kl.13.30-15.00
Allir 10-12 ára hópar kl.15.00-16.30
Allir 13-15 ára hópar kl.16.30-18.00
*Staðsetning: World Class Laugar í Laugardalnum (Sundlaugavegur 30, 105 Reykjavík)
Danstímar í næstu viku fara síðan fram samkvæmt stundaskrá.

Myndir komnar frá DANCEOFF Dansbikar

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Myndir frá DANCEOFF Dansbikarkeppni eru nú komnar á heimasíðu skólans. Hér að neðan er að finna nokkrar myndir frá viðburðinum en allar myndir er að finna hér á síðunni undir, MYNDIR.

Keppnin fór fram í Tjarnarbíó, laugardaginn 24. október síðast liðinn. Frábær þátttaka var í ár en yfir 130 nemendum skólans komu saman og sýndu listir sínar. Kennarar voru ánægðir að sjá gífurlegar framfarir nemenda sem allir sömdu dansrútínur sínar sjálfir. Keppni var hörð í öllum flokkum og var listfengi mikið. Dómarar höfðu orð á því að þetta hafi verið besta keppnin til þessa þegar horft er til gæða og framkvæmd æfinganna sem nemendur sýndu. Gaman var að sjá nemendurnýta þær tækniæfingar sem þeir hafa lært og er greinilegt að valtímarnir eru að skila sér hjá þeim sem þá sækja. Við erum strax farin að hlakka til næstu keppni þar sem framfarir eru miklar og gaman er að sjá að nemendur leggja allt í að semja og túlka glæsileg atriði sín. Kennarar eru stoltir af nemendum sínum!

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“3511,3509,3516,3520,3526,3499,3495,3489,3474,3468,3470,3466,3460,3454,3445,3414,3417,3422,3438,3444,3463,3475″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Myndir frá keppninni“][/vc_column][/vc_row]