Ysabelle Capitulé og Robert Green á DWC Dance Camp!

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

 

YSABELLE CAPITULÉ OG ROBERT GREEN Á ÍSLANDI

Við erum stolt að kynna danstíma með tveimur af vinsælustu dönsurunum í Los Angeles í dag. DWC Dance Camp 2. og 3. júní í Svarta Boxinu í World Class í Kringlunni. 

Fjórir 90 mínútna danstímar.

DANSTÍMAR

Tveir danstímar með Ysabelle og tveir danstímar með Robert.

Þau kenna nýja rútínu í hverjum tíma.

Dansarar sameinast í danssalnum og læra rútínurnar. Farið verður ítarlega í öll spor. Danstímarnir eru svokallað indermediate level eða miðlungs erfiðir. Allir dansarar eiga því eftir að ráða við sporin. 

DAGSKRÁ

Föstudagurinn 2. júní

Ysabelle Capitule kl.17.00-18.30

Robert Green kl.18.45-20.15

Laugardagurinn 3. júní

Robert Green kl.12.30-14.00

Ysabelle Capitule kl.14.30-16.00

[/vc_column_text][vc_single_image image=“5791″ img_link_target=“_self“ img_size=“1928×607″][vc_column_text]

SKRÁNING

Smelltu á takkann og skráðu þig. Forskráningartilboð gildir til föstudags. Tilboðsverð er 13.900 kr.

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row]

Nýr danshópur DWC!

 

 

Dansprufur fyrir sumarhóp DWC fóru fram á föstudaginn var. Skólinn leggur mikið upp úr því að veita öllum nemendum  tækifæri á að komast inn í danshópinn og því fara dansprufur fram í upphafi hverrar annar. Við eigum svo marga öfluga dansara í skólanum og er frábært að fylgjast með þeim vaxa.

Stella Rósenkranz og Kara Hergils, kennarar skólans, stjórnuðu prufunum og voru ánægðar með frammistöðu dansaranna. Þetta voru erfiðar prufur og gerðu þær miklar kröfur til nemenda. Hver og einn dansari tók því sem þeim var gefið og lagði sig allan fram.

Við þökkum öllum þeim sem komu í prufur fyrir þátttökuna. Við erum stolt af ykkur!!

Dansararnir sem komust inn að þessu sinni eru:

Arna Björk Þórsdóttir
Eydís Jansen
Karen Sif Kamgan
Kristín Böðvarsdóttir
Liv Sunneva
María Höskuldsdóttir
Rachel O’Hare
Rakel Guðjónsdóttir
Rakel Heiðarsdóttir
Silvía Stella Hilmarsdóttir
Snædís Sól Harðardóttir