EYDÍS JANSEN, 13 ÁRA

Lýstu þér í 5 orðum?

Ákveðin , skemmtileg , feimin , orkumikil og stundum pínu skrýtin.

Hver er uppáhalds dansarinn þinn eða dansararnir þínir?

Mínir uppáhalds dansarar eru Jake Kodish , Antoine Troupe , Wildabeast og miklu fleiri.

Hvað fílarðu við DWC?

Ég fíla hvað það er mikil fjölbreytni í dansstílum , kennurum og nemendum.

Hvernig finnst þér DWC Dance Camp?

Mér finnst það ótrúlega skemmtilegt og maður lærir mjög mikið af því.

Ertu pepp fyrir haustönn? Hverju ertu mest spennt fyrir?

JÁ! Ég er mest pepp fyrir Antoine og Ibuki en líka bara pepp að byrja æfa aftur.

Hvað er dansdraumurinn?

Flytja til LA og dansa með þeim bestu og að ná að bóka verkefni með stærstu nöfnunum í dansi.

Þegar þú semur dans, hvernig stíll er það?

Er ekki alveg viss , örugglega blanda af commercial og eitthverju fleiru.