Uppfærð stundaskrá

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Vorönn hefst í næstu viku og er nú að finna uppfærða stundaskrá hér á heimasíðunni. Valtímar fara eingöngu fram á föstudögum á öllum kennslustöðum. Kennsla fer fram á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu en það er í Laugum, Egilshöll, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Ögurhvarfi.

Við vekjum athygli á smá tilfærlsum á nokkrum tímum þar sem danstímum hefur verið hliðrað um 5 til 10 mínútur í sumum tilfellum.

[/vc_column_text][vc_single_image image=“3899″ img_link_target=“_self“ title=“Stundaskrá 2016″ img_size=“3013×2140″][/vc_column][/vc_row]

Rafræn skráning loksins virk!

Það gleður okkur að tilkynna að loksins getum við boðið upp á rafræna ráðstöfun frístundastyrkja. Auk þess er skráningarkerfi okkar komið í lag og því er nú hægt að ganga frá skráningum í alla hópa rafrænt hér á heimasíðunni okkar undir, Skráning. Varðandi rástöfun frístundastyrkja þá er allar upplýsingar að finna hér að neðan.

REYKJAVÍK – KÓPAVOGUR – MOSFELLSBÆR

Hér eftir fara foreldrar inn á síðuna, worldclass.felog.is, ef nýta á frístundakort til þess að greiða fyrir dansnámið og ganga frá skráningu í leiðinni. Einnig skal fara inn á þessa síðu ef óskað er eftir að dreifa greiðslum á námskeiði þó ekki sé verið að nýta styrkinn. Greiðsludreifingu er hægt að skipta í þrennt.

SELTJARNARNES

Styrkveiting Seltjarnarness felst í endurgreiðslu gegn framvísun nótu frá dansskólanum. Foreldrar biðja því um nótu þegar gengið er frá skráningu í dansnám hjá skólanum. Foreldrar þurfa að greiða fyrir námskeiðið á fullu við skráningu og framvísa síðan greiðslukvittun til endurgreiðslu. Seltjarnarnes er að taka upp sama kerfi og önnur bæjarfélög og er von á því seinna á þessu ári.

HAFNARFJÖRÐUR OG GARÐABÆR

Nemendur úr Garðabæ og Hafnarfirði geta framvísað greiðslukvittun á bæjarskrifstofum gegn endurgreiðslu hvatapeninga í hverju bæjarfélagi fyrir sig.

GREIÐSLUDREIFING
Ef óskað er eftir greiðsludreifingu þá er einnig hægt að framkvæma hana á sömu slóð, worldclass.felog.is. Greiðsludreifingu er hægt að skipta í þrennt og gengurðu frá skráningu samhliða skiptingunni greiðslu á vefslóðinni sem við gáfum upp.