W Deild.
mínútna tímar
Valtími á vorönn hefst 15. janúar.
W DEILD
W deild er hugsuð fyrir þá nemendur sem eru fullir af áhuga og metnaði og vilja bæta við sig tímum.
Ef nemendur í D deild vilja bæta við sig tíma þá er Valtími í boði:
W1 DEILD : VALTÍMAR
Valtímar fara fram alla föstudaga. Styrktartímar sem eru sérstaklega miðaðir að því að auka styrk nemenda til þess að bæta vöðvastjórnun. Í tímunum er farið í grunnþjálfun í alhliða styrktaræfingum sem bæta core og auka skilning nemenda á vöðvanotkun. Með aukinni vöðvastjórnun eykst vöðvabeyting sem bætir dansgetu og skilning á hreyfigetu.
SKIPULAG
Farið í grunnþjálfun í styrktaræfingum sem eru byggðar á animal flow, mobility, core þjálfun og jafnvægi. Kennarar eru Eva Dröfn og Stella Rósenkranz en þær eru báðar með langan feril að baki sem iðkendur og þjálfarar í fimleikum bæði með almennum hópum og landsliði.
ATH! 11 ára aldurstakmark er í valtíma en við veitum undanþágur til nemenda sem eru fullir af metnaði og áhuga og vilja æfa meira. Þá er hægt að hafa samband við okkur á netfangið dwc@worldclass.is.
KENNSLUSTAÐIR
Valtími fer eingöngu fram í Laugum
LENGD DANSTÍMA
Valtími : 60 mínútur
VERÐ
W1 deild : 56.990 kr.
NÁNARI UPPLÝSINGAR
Allar nánari upplýsingar um dansnámið og stundaskrá er að finna hér á síðunni.