OPNIR PRUFUTÍMAR Í NÆSTU VIKU

Í næstu viku hefst haustönn og býður dansskólinn af því tilefni í opna prufutíma í danshópum okkar. Þá gefst áhugasömum kostur á að koma og prófa einn tíma hjá skólanum að kostnaðarlausu. Ef þú hefur áhuga á að koma í prufutíma sendu okkur þá póst á dwc@worldclass.is og við munum skrá nafn þitt hjá okkur og sjá til þess að þér verði hleypt inn í tímann.

Tilgangur prufutíma er að veita áhugasömum dönsurum innsýn í danstíma hjá skólanum. Einstaklingar geta þá sótt tíma og ákveðiði í framhaldinu hvort þeir vilji skrá sig í áframhaldandi dansnám. Við hvetjum alla til þess að nýta sér prufutímana og mæta til okkar í næstu viku. Kennara hlakkar mikið til að sjá sem flesta og munu taka vel á móti öllum þeim sem mæta.

Prufutímar fara fram í öllum danshópum, í öllum stöðvum World Class, vikuna 9.-14. september. Hafðu samband við okkur á tölvupósti og skráðu þig í prufutíma.

Sjáumst í danstíma!