MARÍA HÖSKULDS, 14 ÁRA

Lýstu þér í 5 orðum?

Ef ég ætti að lýsa mér í 5 orðum væri það fyndin, jákvæð, skynsöm, klaufi og góð.

Hver er uppáhalds dansarinn þinn eða dansararnir þínir?

Mínir uppáhalds dansarar eru Rie Hata, Iana Eastwood, Karon Lynn og Mari Madrid.

Hvað fílarðu við DWC?

Það sem ég fíla við DWC er að það er ýtt undir að maður á að gera sitt ofan á það sem maður lærir, ekki endilega bara elta allt sem kennarinn gerir.

Ertu pepp fyrir haustönn? Hverju ertu mest spennt fyrir?

Ég er mjööög pepp fyrir haustönn!! Ég er spenntust fyrir Antoine og Ibuki

Hvað er dansdraumurinn?

Dansdraumurinn er að verða stór dansari og ég ætla að komast þangað.

Þegar þú semur dans, hvernig stíll er það?

Dansstíllinn minn er mjög fjölbreyttur en ég elska að dansa marga stíla t.d commercial og fleira.