SKRÁNING ER HAFIN

Skráning er nú formlega hafin á vornámskeið skólans. Fer skráning fram hér á heimasíðu undir „skráning“ og í s.553 0000.  Allar upplýsingar er að finna hér að neðan.

VORNÁMSKEIÐ 2. MAÍ – 10. JÚNÍ
6 vikur með mismunandi kennurum.
Dansnám fyrir danshópa 7-9 ára, 10-12 ára, 13-15 ára, 16 plús og 20 plús.
Dansstílar : Jazz, Jazz Funk, Nútímadans, Lyrical, Módern og Commercial dansar.

Vornámskeið skólans hefst 2. maí. Við munum bjóða upp á markvisst og framsækið dansnám til þess að hámarka árangur nemenda. Nemendur geta sótt danstíma tvisvar eða þrisvar í viku. Nemendum stendur einnig til boða að sækja danstíma í fleiri en einum danshóp og geta sótt tíma allt að sjö sinnum í viku. Við finnum fyrir auknum áhuga og eftirspurn er mikil eftir auknum æfingatíma.

Skipulag námskeiðsins
Hver danshópur fær tvo kennara á meðan á námskeiðinu stendur. Hvor kennari tekur fyrir ákveðinn dansstíl sem hann sérhæfir sig í.  Áherslan er lögð á dýpri skilning á hverjum dansstíl og er danskennslan markviss í hverjum tíma.

Valtímar
Markmið valtíma er að auka skilning og getu í tækniæfingum og túlkun. Valtímar eru ætlaðir til þess að auka árangur nemenda og vald þeirra á þeim æfingum sem kennarinn leggur fyrir í danstímum. Áherslur valtíma eru mismunandi í hverri viku þar sem farið verður í tækni nútímadansi, túlkun og tjáningu, einangrun vöðvahópa í commercial dönsum, uppbyggingu í kóreógrafíu og acrobatic (grunnæfingar í fimleikum).

Frístundakort
Ekki er hægt að nýta frístundastyrk upp í námskeiðsverð þar sem námskeið uppfyllir ekki kröfur um lengd námskeiðs til styrkveitingar. Námskeið þarf að vera að minnsta kosti 10 vikur til þess að styrkveiting geti farið fram.

Fyrstu myndir frá Aladdín

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Nemendasýning dansskólans fór fram dagana 2. og 4. apríl í Borgarleikhúsinu. Hún var byggð á ævintýrum Aladdín að þessu sinni og eru móttökurnar ómetanlegar. Þvílíku lofin sem við höfum fengið fyrir sýninguna. Takk fyrir hlý orð í okkar garð, við kunnum svo sannarlega að meta það. Kennarar eru í skýjunum með frammistöðu nemenda.

Hér má sjá fyrstu myndir frá sýningunni en þær eru teknar af Sigurjóni Ragnari. Takk Sigurjón fyrir einstaklega fallegar og skemmtilegar myndir.

Hér er að finna heimasíðu Sigurjóns fyrir áhugasama:

www.sr-photos.com

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“4026,4025,4024,4023,4019,4020,4021,4022,4018,4016,4015,4017,4013,4014,4011,4012,4008,4009,4010,4006,4004,4003,4002,4007,3998,3999,3994,3995,3996,4000,4001,3997,3989,3993,3992,3988,3987,3991,3990,3986,3980,3981,3982,3983,3979,3975,3974,3978,3977,3973,3972,3976,3968,3964,3965,3969,3970,3966,3967,3971,3963,3958,3957,3961,3960,3956,3955,3959,3951,3947,3948,3952,3953,3949,3950,3954,3946,3945,3944″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Aladdín Nemendasýning“][/vc_column][/vc_row]

Sýningar halda áfram í dag!

Nemendasýningar halda áfram í dag í Borgarleikhúsinu en nú er komið að danshópum í Mosfellsbæ og Ögurhvarfi að stíga á svið. Danssýningarnar á laugardaginn gengu vonum framar og eru kennarar spenntir að fara inn í annan slíkan dag með nemendum.

MÆTING
Nemendur eiga að mæta kl.14.50 og hefst generalprufa kl.15.20. Foreldrar skilja nemendur eftir í leikhúsinu hjá danskennurum og sækja þá svo í lok seinni sýningar eða kl.20.00. Mæta þarf baka til eða á þeirri hlið leikhússins er snýr á móti Vinnumálastofnun, gengið er upp lítinn stiga, þar taka kennarar á móti ykkur.

MÆTA Í BÚNINGUM
Nemendur mæta tilbúnir í búningum og með þá hárgreiðslu sem kennari hefur óskað eftir.

NESTI
Við minnum á mikilvægi hollrar og góðrar næringar og hvetjum alla nemendur til þess að mæta með nesti með sér. Vatnsbrúsi er líka nauðsynlegur á svona degi.

MIÐASALA ER ENN Í GANGI
Miðasala er enn í gangi á tix.is.

Sjáumst í Borgarleikhúsinu í dag!

Æfingadagar – síðustu æfingar fyrir sýningu

Æfingadagar fara fram í dag, föstudag, og á sunnudaginn fyrir nemendasýningu. Þetta eru síðustu æfingarnar fyrir sýninguna okkar sem fer fram í Borgarleikhúsinu um helgina og á mánudag.

Skipulag fyrir daginn er að finna í töflunni hér að neðan.

Sýning á morgun!

Aladdín danssýningin okkar, fyrsti dagur, fer fram á morgun í Borgarleikhúsinu. Fram koma nemendur í danshóp í Egilshöll, Laugum og Seltjarnarnesi.

Tvær sýningar fara fram, fyrri kl.13.00 og seinni kl.14.30.
Sýningartími er 60 mínútur.

MÆTING
Nemendur eiga að mæta kl.10.20 og hefst generalprufa kl.10.50. Foreldrar skilja nemendur eftir í leikhúsinu hjá danskennurum og sækja þá svo í lok seinni sýningar eða kl.16.00. Mæta þarf baka til eða á þeirri hlið leikhússins er snýr á móti Vinnumálastofnun, gengið er upp lítinn stiga, þar taka kennarar á móti ykkur.

MÆTA Í BÚNINGUM
Nemendur mæta tilbúnir í búningum og með þá hárgreiðslu sem kennari hefur óskað eftir.

NESTI
Við minnum á mikilvægi hollrar og góðrar næringar og hvetjum alla nemendur til þess að mæta með nesti með sér. Vatnsbrúsi er líka nauðsynlegur á svona degi.

MIÐASALA ER ENN Í GANGI
Miðasala er enn í gangi á tix.is.

 

Sjáumst í Borgarleikhúsinu á morgun!

Mætum snemma og finnum stæði

Nemendasýning hjá danshópum í Laugum, Egilshöll og Seltjarnarnesi fer fram á morgun, laugardag, í Borgarleikhúsinu.

Við vekjum athygli á að þar sem sýningin fer fram á frídegi (yfir helgi) þá er minna af lausum stæðum í kringum Borgarleikhúsið. Við hvetjum ykkur því til þess að mæta tímanlega, sýningin hefst á slaginu 13.00 og 14.30. Við erum mjög bundin við tímasetningar þar sem leiksýningar fara fram í leikhúsinu seinna um daginn og um kvöldið.
Stæði er að finna hjá Kringlunni, við Vinnumálastofnun, við Verslunarskólann, hjá World Class í Kringlunni og við Sjóvá. Það er því nóg af stæðum að finna. En við hvetjum ykkur eindregið til þess að reikna með tíma sem fer í það að finna stæði og leggja.
Við opnum inn í sal 20 mínútum fyrir hvora sýningu fyrir sig.
Hlökkum til að sjá ykkur í Borgarleikhúsinu á morgun!