Danshelgi

Svokölluð danshelgi fer fram um helgina í World Class í Laugum. Allir danshópar sameinast í Laugum og æfa atriði sín.

Danshópar sækja æfingar á eftirfarandi tímum:

FÖSTUDAGURINN 18.MARS
Kl.16.00-17.30 – 7-9 ára Ögurhvarf – salur 4
Kl.17.00-18.30 – 10-12 ára Mosfellsbær (framhaldshópur) I – salur 3
Kl.17.30-19.00 – 10-12 ára Ögurhvarf II  – salur 4
Kl.18.30-20.00 – 13-15 ára Mosfellsbær – salur 3
Kl.20.00-21.00 – 16 plús Mosfellsbær – salur 3 / 16 plús Ögurhvarf – salur 4

LAUGARDAGURINN 19.MARS
Kl.09.00-09.15 – 7-9 ára Mosfellsbær I og II – salur 3 og 4
Kl.09.15-10.30 – 10-12 ára Mosfellsbær byrjendur II – salur 3
Kl.13.00-15.00 – 13-15 ára Ögurhvarf I og II – salur 4
Kl.15.00-16.00 – 7-9 ára Egilshöll – salur 3
Kl.16.00-17.30 – 10-12 ára Egilshöll II – salur 3

SUNNUDAGURINN 20.MARS
Kl.10.30-11.30 – 16 plús Egilshöll – salur 3
Kl.11.30-12.30 – 13-15 ára Egilshöll – salur 3
Kl.12.30-13.30 – 7-9 ára Laugar – salur 4
Kl.13.30-15.00 – 10-12 ára Laugar – salur 4
Kl.15.00-16.30 – 10-12 ára Seltjarnarnes – salur 4
Kl.15.00-16.30 – 10-12 ára Ögurhvarf I – salur 3
Kl.16.30-17.30 – 13-15 ára Seltjarnarnes – salur 4
Kl.17.30-18.30 – 16 plús Seltjarnarnes – salur 4
Kl.16.30-18.00 – 10-12 ára Egilshöll I – salur 3
Kl.18.30-19.30 – 20 plús – salur 4

Hlökkum til að dansa með öllum danshópunum okkar um helgina 🙂

Miðasala hafin

Miðasala er nú formlega hafin á nemendasýningu skólans. Miða er að finna á heimasíðunni tix.is og er beinan link að finna hér, https://tix.is/is/event/2681/nemendasyning-dwc/

Greiða þarf fullt verð fyrir börn á sýninguna þar sem ekki er veittur afsláttur af verði. Þetta er eini viðburður skólans þar sem börnum er ekki veittur aðgangur frítt eða á lágmarksgjaldi. Því miður er ekki leyfilegt að sitja undir börnum í leikhúsinu samkvæmt reglum frá Brunavarnareftirlitinu.

Miðaverð er 2.800 kr.

Miðasala fer einnig fram í miðasölu Borgarleikhússins í s.568 8000.

Sýningardagur 1
2.apríl – Laugardagur
Tvær sýningar : kl.13.00 og 14.30
Allir nemendur í Laugum, Egilshöll og Seltjarnarnesi sýna á þessari sýningu.
Allir nemendur sýna á báðum sýningum eða tvisvar yfir daginn
Þessir nemendur sýna eingöngu þennan dag ekki 4.apríl
Sýningardagur 2
4.apríl – Mánudagur
Tvær sýningar : kl.17.30 og 19.00
Allir nemendur í Mosfellsbæ og Ögurhvarfi sýna á þessari sýningu.
Allir nemendur sýna á báðum sýningum eða tvisvar yfir daginn
Þessir nemendur sýna eingöngu þennan dag ekki 4.apríl

PÁSKAFRÍ

Páskafrí fer fram dagana 24.-28. mars. Kennsla fer því fram samkvæmt tímatöflu mánudag, þriðjudag og miðvikudag eða dagana 21. -23. mars. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 29. mars samkvæmt tímatöflu.

Eins og öllum ætti að vera orðið kunnugt þá fer árleg nemendasýning dansskólans fram laugardaginn 2.apríl og mánudaginn 4. apríl næst komandi. Sýningin er byggð á ævintýrum Aladdín og er sett upp með ævintýralegu sniði. Björn Bragi Arnarsson mun sjá um kynningar á sýningunni.

Um tvær sýningar er að ræða hvorn daginn fyrir sig og fara þær fram á neðangreindum tímum:
Laugardagurinn 2. apríl : Kl.13.00 og Kl.14.30
Mánudaginn 4. apríl : Kl.17.30 og Kl.19.00

Nemendur í Laugum, Egilshöll og Seltjarnarnesi sýna 2. apríl og nemendur í Mosfellsbæ og Ögurhvarfi sýna 4. apríl. Allir hópar sýna á báðum sýningum yfir daginn að barnadönsum undanskyldum en barnadanshópur 4-6 ára í Laugum sýnir einungis á fyrri sýningu af tveimur þann daginn. Foreldrar, vinir og ættingjar velja því að koma á þá sýningu sem hentar hverjum og einum best.

MIÐASALA
Miðasala hefst á mánudaginn kemur, það er 14.mars og fer hún fram í miðasölu Borgarleikhússins í s. 568 8000 og á tix.is.