RACHEL O’HARE, 16 ÁRA

Lýstu þér í 5 orðum?

Ég er ljúf og hlý.  Er feimin en get verið smá goofy (skrítin) og smá vandræðaleg.

ELSKA að dansa

Hver er uppáhalds dansarinn þinn eða dansararnir þínir?

Uppáhalds dansararnir mínir eru

  • jojo gomez
  • paradox
  • laure courtellemont

Hvað fílarðu við DWC?

Það sem ég fíla við Dansstúdíó world class er að það eru til fleiri en einn dansstíll. Kennararnir eru æðislegir og það er alltaf góð stemmning.  

Hvernig finnst þér DWC Dance Camp?

Það sem ég elska um DWC dance camp er að við fáum tækifæri til að hitta og dansa með uppáhalds dönsurunum okkar og læra svo einstakar choreos og líka bara til að bæta sig og challenge-a sjálfan sig.

Ertu pepp fyrir haustönn? Hverju ertu mest spennt fyrir?

Það sem ég hlakka mest til við haustönnina er bara að dansa. Sjá hvernig þessi önn verður miðað við seinustu annir.  Það er alltaf skemmtilegt að dansa með öðrum og læra eitthvað nýtt. Þessi önn verður geggjuð.  

Hvað er dansdraumurinn?

Dansdraumurin minn er bara að geta sýnt hvað dans þýðir í mínum augum og geta deilt. Dans getur í alvörunni breytt heiminum.

Þegar að þú semur dans hvernig stíll er það ?

Þegar eg byrja að semja dans geri ég mest contemporary, dancehall, hip hop og stundum smá svona twerk og svo sexy. Ég elska að bara blanda saman og koma með eitthvað öðuruvísi.