UNNUR ÓSK, 15 ÁRA

Lýstu þér í 5 orðum?

Ég er skapandi, listræn, forvitin, vinur vina minna og hugmynarík

Hver er uppáhalds dansarinn þinn eða dansararnir þínir?

Mínir uppáhalds dansarar eru Ian Eastwood, Kenzo Alvares og Dytto.

Hvað fílarðu við DWC?

Það sem ég fíla mest við DWC er ánægjan sem maður fær þegar maður kemur inn í tíma og stemmningin.

Hvernig finnst þér DWC Dance Camp?

Mér finnst DWC dance camp alltaf jafn geggjað, það er svo gaman að fá að upplifa danstíma með dösurum frá L.A og maður nær svo miklum árangri.

Ertu pepp fyrir haustönn? Hverju ertu mest spennt fyrir?

Ég er alveg ótrúlega pepp fyrir haustönn, hún verður geggjuð en það sem ég er mest spenntust fyrir eru allar nýjungarnar sem verða á haustönnn og að fá viku kennslu með atvinnudönsurum frá L.A.

Hvað er dansdraumurinn?

Minn dansdraumur er að koma mér út og vinna sem dansari og danshöfundur.

Þegar þú semur dans, hvernig stíll er það?

Þegar ég sem dans þá er ég mest fyrir hip-hop , ég elska popping og tutting og set það oftast í dansana mína, ég hlusta mjög mikið á taktinn í laginu og fer mjög mikið eftir honum.