Uppskeruhátíð á morgun!

Á morgun, laugardaginn 30. maí, fer Uppskeruhátíð skólans fram í World Class í Kringlunni. Allir nemendur sameinast þar og eyða skemmtilegum tíma saman. Dagurinn hefst kl.10.00 á sameiginlegum danstíma fyrir alla nemendur á vornámskeiði. Þegar danstíma lýkur verður blásið til pizzaveislu og kennarar veita nemendum viðurkenningar fyrir þátttöku á námskeiðinu.

Þessi viðburður er einungis ætlaður nemendum á vornámskeiði skólans. Viðburðurinn ekki ætlaður foreldrum, forráðamönnum, fjölskyldu og vinum. Kennarar munu njóta samverustundar með nemendum og eiga góðan dag saman.

Dagskrá lýkur kl.13.15 og þá hvetjum við foreldra til þess að sækja nemendur á neðra plani World Class í Kringlunni. Það verður vel merkt. Tvær stórar mótttökuhurðar eru framan á húsinu og er þar við hliðina að finna hurð sem er innangeng.

Hlökkum til að eyða deginum með nemendum okkar!

Frí á Uppstigningardag 14. maí

Í dag er Uppstigningardagurinn og er frí í öllum danstímum skólans. Sjáumst í valtímum á morgun.

Valtímar morgundagsins eru eftirfarandi:
Egilshöll – Grooves
Mosfellsbær – Eingangrun (Isolations)
Seltjarnarnes – Modern Tækni
Ögurhvarf – Einangrun (Isolations)

Vonum að þið njótið dagsins!