Entries by gre

Opnun á Smáralind seinkar um tvær vikur!

  Því miður tilkynnist að opnun Smáralindar hefur seinkað um tvær vikur vegna þess að framkvæmdir hafa dregist. Nemendum býðst að sækja danstíma í öðrum stöðvum þangað til en flestir nemendur eru að sækja danstíma í Laugum eða Ögurhvarfi. Við hvetjum nemendur og foreldra til að setja sig í samband við okkur á netfang skólans, […]

Framhaldsprufur fyrir alla danshópa!

[vc_row][vc_column][vc_column_text] Tæplega 300 nemendur mættu í dansprufur á föstudaginn í World Class í Laugum. Þetta er met þátttaka og hafa nemendur náð ótrúlegum framförum. Kennarar áttu erfitt með að gera upp á milli dansaranna þar sem getustigið var mjög hátt og dansararnir okkar hafa aldrei verið jafnari. FRAMHALDSPRUFUR Framhaldsprufur (e.Call Backs) munu því fara fram […]

Takk fyrir frábærar dansprufur!

270 nemendur mættu í danpsprufur í gær fyrir danshópa skólans. Það er met þátttaka og eru kennarar í skýjunum með frammistöðu nemenda. Við viljum þakka öllum dönsurunum sem mættu fyrir frábærar prufur, stemmningin var hreint ótrúleg og framfarirnar leyna sér ekki á meðal dansaranna okkar. Nemendur stóðu sig það vel að við neyðumst til þess […]

KK Harris og Hollywood á Íslandi!

Við erum stolt að kynna danstíma með tveimur af stærstu dönsurum á heimsvísu í dag. DWC Dance Camp fer fram í fyrsta skipti dagana 14. og 15. október í glænýrri World Class stöð í Breiðholti. Hollywood er einn af danshöfundum Beyoncé og KK Harris er núverandi dansari hjá Usher. Fjórir 90 mínútna danstímar og myndataka og spjall með […]

Dansprufur á föstudaginn!

Árlegar dansprufur fyrir danshópa skólans fara fram á föstudaginn, 30. september, í World Class í Laugum. Danshópar skólans koma fram fyrir hönd hans og taka þátt í þeim verkefnum sem koma inn á borðið hjá okkur. TILGANGUR Prufurnar eru hugsaðar sem reynsla fyrir dansarana okkar í framkomu og undirbúningur fyrir framtíðina. Það getur verið erfitt […]

Við veitum þér tækifærin!

[vc_row][vc_column][vc_single_image image=“4673″ img_link_target=“_self“ img_size=“960×305″][vc_column_text] ‘Við veitum þér tækifærin’ er herferð í viðtals formi þar sem þrír af meðlimum eldri danshóps skólans deila upplifun sinni á dansskólanum. Dansskólinn hefur alltaf lagt mikla áherslu á að opna dyr fyrir nemendur skólans og veita þeim tækifæri til þess að koma fram og taka þátt í verkefnum innan hans sem […]

Hefjum danskennslu í Breiðholti og Smáralind 3. október

[vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_single_image image=“4663″ img_link_target=“_self“ img_size=“960×305″][vc_column_text] Það gleður okkur að tilkynna að World Class opnar tvær nýjar stöðvar á haustönn. Báðar stöðvarnar eru glænýjar og eru staðsettar í Breiðholti og Smáralind. Boðið verður upp á dansnám á báðum stöðum um leið og þær opna þann 3. október. Boðið verður upp á 9 vikna dansnám frá opnun. […]

Hitum upp fyrir haustönn!

[vc_row][vc_column][vc_column_text] Á mánudag og þriðjudag munum við bjóða upp á opna danstíma í Laugum og Ögurhvarfi. Það styttist í að haustönn hefjist og viljum við hita upp fyrir önnina með því að sameinast í danssalnum með dönsurunum okkar. Allir velkomnir, nemendur, vinir/vinkonur og aðrir dansunnendur. Þetta er einnig gert fyrir alla þá sem vilja koma […]

Eldri danshópur á Fair Play Dance Camp

[vc_row][vc_column][vc_single_image image=“4599″ img_link_target=“_self“ img_size=“960×305″][vc_column_text] Eldri danshópur skólans fór í dansferð til Póllands í ágúst í stærsta og virtasta dansworkshop í Evrópu, Fair Play Dance Camp. Mörg af stærstu nöfnunum í dansheiminum í dag kenndu á workshop-inu en þeir hafa flestir ýmist samið kóreógrafíur eða dansað með stærstu stjörnum tónlistarheimsins í dag. Á meðal dansaranna sem […]

Margir hópar að fyllast!

Skráning á haustönn er nú í fullum gangi og margir hópar að fyllast! Við hvetjum foreldra til þess að ganga frá skráningu hið fyrsta svo nemendur missi ekki af plássi sínu í danshópana. Skráningu er hægt að ganga frá hér á síðunni. Taktu þátt í öflugu danssamfélagi sem hjálpar þér að vaxa og verða betri […]