Hefjum danskennslu í Breiðholti og Smáralind 3. október

[vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_single_image image=“4663″ img_link_target=“_self“ img_size=“960×305″][vc_column_text]

Það gleður okkur að tilkynna að World Class opnar tvær nýjar stöðvar á haustönn. Báðar stöðvarnar eru glænýjar og eru staðsettar í Breiðholti og Smáralind. Boðið verður upp á dansnám á báðum stöðum um leið og þær opna þann 3. október. Boðið verður upp á 9 vikna dansnám frá opnun.

Það er hægt að ganga frá skráningu á 9 vikna námskeiðunum í báðum stöðvum rafrænt hér á síðunni undir skráning. Beinan link er að finna hér.

http://dansstudioworldclass.is/skraning-2/

MÖGULEIKI Á AÐ ÆFA ANNARS STAÐAR ÞANGAÐ TIL

Þeir nemendur sem vilja hefja dansnám um leið og haustönn hefst þann 12. september geta sótt danstíma í öðrum nærliggjandi stöðvum fyrstu þrjár vikurnar og færa sig svo yfir þegar dansnám hefst í nýju stöðvunum.

HVERNIG BERÐU ÞIG AÐ

Sendu okkur tölvupóst á dwc@worldclass.is og við aðstoðum þig með að ganga frá skráningu.

HVAÐA TÍMAR ERU Í BOÐI Í BREIÐHOLTI OG SMÁRALIND

Í boði eru danstímar fyrir aldurshópa, 7-9 ára, 10-12 ára, 13-16 ára og 16 plús. Einnig eru í boði valtímar alla föstudaga.

Hlökkum til að hefja spennandi tíma á nýjum stöðum í október og taka á móti nýjum nemendum.

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row]