KK Harris og Hollywood á Íslandi!

Við erum stolt að kynna danstíma með tveimur af stærstu dönsurum á heimsvísu í dag. DWC Dance Camp fer fram í fyrsta skipti dagana 14. og 15. október í glænýrri World Class stöð í Breiðholti. Hollywood er einn af danshöfundum Beyoncé og KK Harris er núverandi dansari hjá Usher.

Fjórir 90 mínútna danstímar og myndataka og spjall með þessum frábæru kennurum. 

DANSTÍMAR
Tveir danstímar með Hollywood og tveir danstímar með KK Harris.
Þau kenna nýja rútínu í hverjum tíma.
Dansarar sameinast í danssalnum og læra rútínurnar. Farið verður ítarlega í öll spor. Danstímarnir eru svokallað indermediate level eða miðlungs erfiðir. Allir dansarar eiga því eftir að ráða við sporin. 

MYNDATAKA OG SPJALL
Allir dansarar fá að hitta Hollywood og KK Harris eftir danstíma. Einn dansari hittir þau í einu og fá tækifæri til þess að fá mynd af sér með þeim. Dansarar mega taka sínar eigin myndir á sína farsíma. Auk þess verða myndir teknar af atvinnuljósmyndara og verður birt á heimasíðu skólans. 

DAGSKRÁ
Föstudagurinn 14. september
KK Harris kl.16.30-18.00
Hollywood kl.18.30-20.00

Laugardagurinn 15. september
Hollywood kl.12.00-13.30
Myndataka og spjall með Hollywood kl.14.00-14.45
KK Harris kl.15.00-16.30
Myndataka og spjall með KK Harris kl.17.00-17.45

Taktu þátt í dansviðburði sem á sér enga hliðstæðu á Íslandi og dansaðu með tveimur af þeim bestu í dansheiminum í dag!

SKRÁNING ER HAFIN

Smelltu á takkann og skráðu þig