Takk fyrir frábærar dansprufur!

270 nemendur mættu í danpsprufur í gær fyrir danshópa skólans. Það er met þátttaka og eru kennarar í skýjunum með frammistöðu nemenda. Við viljum þakka öllum dönsurunum sem mættu fyrir frábærar prufur, stemmningin var hreint ótrúleg og framfarirnar leyna sér ekki á meðal dansaranna okkar.

Nemendur stóðu sig það vel að við neyðumst til þess að halda framhaldsprufur eða svokallaðar „call backs“. Þetta er í fyrsta skipti sem við grípum til þeirra ráða en það sýnir hversu sterkir dansaranir okkar eru orðnir.

Það tilkynnist á morgun, sunnudag, hvaða nemendur eru boðaðir í framhaldsprufur.

Takk fyrir frábæran dag og fyrir að leggja allt sem þið áttuð í dansprufurnar.