Entries by gre

OPNAR FYRIR SKRÁNINGU

  Haustönn hefst mánudaginn 12. september og hefst skráning í næstu viku. Allar upplýsingar varðandi námskeiðið verður að finna hér á síðunni í lok vikunnar. Hlökkum til að hefja nýja dansönn!

Mikil gleði á Sumarfögnuði!

[vc_row][vc_column][vc_column_text] Sumarfögnuður dansskólans fór fram í gær, mánudaginn 13. júní. Sólin skein á lofti og yfir 100 nemendur skólans lögðu leið sína í Laugardalinn. Eldri danshópur skólans stóð fyrir viðburðinum en hann er liður í fjáröflun hópsins sem er á leið í æfingaferð í Póllandi í byrjun ágúst mánaðar. Trampólín, strandblak, Skólahreysti braut, loftdýnur og […]

SUMARFÖGNUÐUR Á MÁNUDAG!

Þar sem sólin fer hækkandi og sumarið er komið þá ætlar eldri danshópur skólans að halda Sumarfögnuð á mánudaginn kemur eða þann 13. júní kl.16.30-18.30 í World Class í Laugum. Það er spáð frábæru sólarveðri og ætlar danshópurinn að stilla upp svokallaðri WIPEOUT braut. Þetta er þrautabraut sem sameinar Skólahreysti braut, strandblakvöll, loftdýnur og trampólín. […]

Skráning í dansprufur er hafin!

Það gleður okkur að tilkynna að fyrsti yngri danshópur skólans verður stofnaður á vornámkeiði. Danshópurinn er eingöngu ætlaður nemendum á aldrinum 10-13 ára eða þeim sem eru fæddir á árunum 2002, 2003, 2004, 2005 og 2006. Dansprufurnar fara fram um næstu helgi eða laugardaginn 28.maí næst komandi í World Class í Laugum. Þær hefjast stundvíslega […]

Frí á Uppstigningardag!

Á fimmtudaginn kemur, 5. maí, er Uppstigningardagur og falla því allir danstímar niður þann daginn. Enginn danstími mun fara fram samkvæmt stundaskrá. Uppstigningardagur er almennur frídagur nemenda í skólum og þar af leiðandi fer kennsla ekki fram í dansskólanum.

Vornámskeið hefst á morgun!

Vornámskeið hefst á morgun, mánudaginn 2. maí. Yfir 20 danshópar eru í boði og geta nemendur sótt dansnám tvisvar og/eða þrisvar í viku. Einnig gefst nemendum í framhaldshópum kostur á að stunda dansnám með fleiri en einum danshóp og geta þá sótt danstíma allt að sex sinnum í viku. Þetta er frábær þróun og erum […]

Yngsti danshópur skólans stofnaður

Það gleður okkur að tilkynna að við munum stofna yngsta danshóp skólans á vornámskeiðinu í maí mánuði. Ástæðan er einföld. Þvílíkur uppgangur hefur verið í yngri danshópum skólans að undanförnu og það viljum við ýta undir. Danshópurinn er ætlaður nemendum á aldrinum 10-13 ára. Dansprufur munu fara fram laugardaginn 28. maí og verður það auglýst […]

PRUFUTÍMAR FYRSTU VIKUNA!

Vornámskeið hefst mánudaginn 2.maí. Námskeiðið spannar sex vikur og fer kennsla fram á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. í Laugum, Egilshöll, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Ögurhvarfi. Yfir 20 danshópar eru í boði og geta nemendur sótt danstíma allt að fimm sinnum í viku. Í boði eru skipulagðir danstímar 2x og 3x í viku fyrir hvern danshóp […]

SKRÁNING ER HAFIN

Skráning er nú formlega hafin á vornámskeið skólans. Fer skráning fram hér á heimasíðu undir „skráning“ og í s.553 0000.  Allar upplýsingar er að finna hér að neðan. VORNÁMSKEIÐ 2. MAÍ – 10. JÚNÍ 6 vikur með mismunandi kennurum. Dansnám fyrir danshópa 7-9 ára, 10-12 ára, 13-15 ára, 16 plús og 20 plús. Dansstílar : […]

Fyrstu myndir frá Aladdín

[vc_row][vc_column][vc_column_text] Nemendasýning dansskólans fór fram dagana 2. og 4. apríl í Borgarleikhúsinu. Hún var byggð á ævintýrum Aladdín að þessu sinni og eru móttökurnar ómetanlegar. Þvílíku lofin sem við höfum fengið fyrir sýninguna. Takk fyrir hlý orð í okkar garð, við kunnum svo sannarlega að meta það. Kennarar eru í skýjunum með frammistöðu nemenda. Hér […]