Eldri danshópur á Fair Play Dance Camp

[vc_row][vc_column][vc_single_image image=“4599″ img_link_target=“_self“ img_size=“960×305″][vc_column_text]

Eldri danshópur skólans fór í dansferð til Póllands í ágúst í stærsta og virtasta dansworkshop í Evrópu, Fair Play Dance Camp. Mörg af stærstu nöfnunum í dansheiminum í dag kenndu á workshop-inu en þeir hafa flestir ýmist samið kóreógrafíur eða dansað með stærstu stjörnum tónlistarheimsins í dag.

Á meðal dansaranna sem kenndu má nefna :

– Brian Puspos

– Hollywood

– Ian Eastwood

– Kapela

– Keone og Mariel Martin

– KK Harris

– Lando Wilkins

– Laure Courtellemount

– Les Twins

– Lyle Beniga

– Paradox

– Shaun Evaristo

*Listinn hér að ofan er ekki tæmandi þar sem 24 dansarar sáu um kennslu.

Workshop-ið fór fram í borginni Kraków en hún er stærsta lista-, menningar- og menntunarborgin í Póllandi. Þetta var 10 ára afmæli Fair Play og því var þetta stærsti viðburður þeirra til þessa. Fleiri kennarar, fleiri nemendur og miklu meira í boði fyrir dansarana. Dagskrá var frá morgni til kvölds og alltaf eitthvað um að vera. Dansararnir okkar fóru í yfir 24 danstíma á 6 dögum og lögðu þau allt sem þau áttu í hvern danstíma. Svitinn og erfiðið var eftir því og þurftu þau að skipta þó nokkuð oft um boli og stundum buxur yfir daginn enda mikill hiti inni í danssölunum þegar yfir 800 nemendur voru saman komnir í einn tíma. Samtals voru 1200 dansarar sem sóttu workshop-ið í ár og voru þeir hver öðrum betri. Mikil samstaða ríkti í danstímum sem fóru vel fram og studdu dansararnir við bakið á hver öðrum. Virkilega frábært workshop sem við mælum 100% með.

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][/vc_column][/vc_row]