Dansprufur á föstudaginn!

Árlegar dansprufur fyrir danshópa skólans fara fram á föstudaginn, 30. september, í World Class í Laugum. Danshópar skólans koma fram fyrir hönd hans og taka þátt í þeim verkefnum sem koma inn á borðið hjá okkur.

TILGANGUR

Prufurnar eru hugsaðar sem reynsla fyrir dansarana okkar í framkomu og undirbúningur fyrir framtíðina. Það getur verið erfitt að sækja dansprufur en við leggjum upp úr jákvæðri upplifun og uppbyggjandi gagnrýni.

TÍMASETNINGAR

Yngsti danshópur (10-13 ára : árgangur 2003-2006) – kl.15.00-16.30

Unglinga danshópur (14-17 ára : árgangur 1999-2002) – kl.16.30-18.00

Elsti danshópur (18 ára plús : árgangur 1998 og eldri) – kl.18.00-19.30

Æskilegt er nemendur mæti 30 mín fyrir dansprufurnar til þess að skrá sig inn, fá númer, hita sig upp og teygja á teygjusvæði áður en prufur hefjast.

SKRÁNING

Senda þarf tölvupóst á netfang skólans, dwc@worldclass.is, með eftirfarandi upplýsingum:

– Fullt nafn, danshópur sem þú æfir með og dansprufurnar sem þú ætlar að skrá þig í.

PORTFOLIO

Portfolio þarf að innihalda, fullt nafn, aldur, danshópurinn sem þú æfir með og mynd. Portfolio þarf að vera A4 stærð og þarf að koma með útprentað í prufurnar og afhenda kennurum.

Hlökkum til að sjá sem flesta vera með og okkur á föstudaginn!