Entries by gre

Sýningar halda áfram í dag!

Nemendasýningar halda áfram í dag í Borgarleikhúsinu en nú er komið að danshópum í Mosfellsbæ og Ögurhvarfi að stíga á svið. Danssýningarnar á laugardaginn gengu vonum framar og eru kennarar spenntir að fara inn í annan slíkan dag með nemendum. MÆTING Nemendur eiga að mæta kl.14.50 og hefst generalprufa kl.15.20. Foreldrar skilja nemendur eftir í […]

Æfingadagar – síðustu æfingar fyrir sýningu

Æfingadagar fara fram í dag, föstudag, og á sunnudaginn fyrir nemendasýningu. Þetta eru síðustu æfingarnar fyrir sýninguna okkar sem fer fram í Borgarleikhúsinu um helgina og á mánudag. Skipulag fyrir daginn er að finna í töflunni hér að neðan.

Sýning á morgun!

Aladdín danssýningin okkar, fyrsti dagur, fer fram á morgun í Borgarleikhúsinu. Fram koma nemendur í danshóp í Egilshöll, Laugum og Seltjarnarnesi. Tvær sýningar fara fram, fyrri kl.13.00 og seinni kl.14.30. Sýningartími er 60 mínútur. MÆTING Nemendur eiga að mæta kl.10.20 og hefst generalprufa kl.10.50. Foreldrar skilja nemendur eftir í leikhúsinu hjá danskennurum og sækja þá […]

Mætum snemma og finnum stæði

Nemendasýning hjá danshópum í Laugum, Egilshöll og Seltjarnarnesi fer fram á morgun, laugardag, í Borgarleikhúsinu. Við vekjum athygli á að þar sem sýningin fer fram á frídegi (yfir helgi) þá er minna af lausum stæðum í kringum Borgarleikhúsið. Við hvetjum ykkur því til þess að mæta tímanlega, sýningin hefst á slaginu 13.00 og 14.30. Við […]

Danshelgi

Svokölluð danshelgi fer fram um helgina í World Class í Laugum. Allir danshópar sameinast í Laugum og æfa atriði sín. Danshópar sækja æfingar á eftirfarandi tímum: FÖSTUDAGURINN 18.MARS Kl.16.00-17.30 – 7-9 ára Ögurhvarf – salur 4 Kl.17.00-18.30 – 10-12 ára Mosfellsbær (framhaldshópur) I – salur 3 Kl.17.30-19.00 – 10-12 ára Ögurhvarf II  – salur 4 […]

Miðasala hafin

Miðasala er nú formlega hafin á nemendasýningu skólans. Miða er að finna á heimasíðunni tix.is og er beinan link að finna hér, https://tix.is/is/event/2681/nemendasyning-dwc/ Greiða þarf fullt verð fyrir börn á sýninguna þar sem ekki er veittur afsláttur af verði. Þetta er eini viðburður skólans þar sem börnum er ekki veittur aðgangur frítt eða á lágmarksgjaldi. Því […]

PÁSKAFRÍ

Páskafrí fer fram dagana 24.-28. mars. Kennsla fer því fram samkvæmt tímatöflu mánudag, þriðjudag og miðvikudag eða dagana 21. -23. mars. Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 29. mars samkvæmt tímatöflu. Eins og öllum ætti að vera orðið kunnugt þá fer árleg nemendasýning dansskólans fram laugardaginn 2.apríl og mánudaginn 4. apríl næst komandi. Sýningin er byggð á […]

Danstímar fara fram þrátt fyrir vetrarfrí!

Við vekjum athygli á því að allir danstímar fara fram í dag, fimmtudag, og á morgun, föstudag, þrátt fyrir vetrarfrí í skólum. Nemendur sækja því sína danstíma í dag og valtíma á morgun samkvæmt stundatöflu. Eigið góðan dag!

Yngri danshópur hefur verið skipaður

Yngri danshópur skólans hefur nú verið skipaður 13 nemendum sem sóttu dansprufur skólans um síðustu helgi. Þetta var erfitt val fyrir kennara þar sem nemendur lögðu sig alla fram og sýndu hvað í þeim býr. Við erum rosalega stolt af öllum þeim nemendum sem mættu og það er greinilegt að við þurfum að stofna fleiri danshópa. […]

Aladdin þema á vorsýningu skólans!

Þema á nemendasýningu skólans hefur nú verið tilkynnt en í ár verður sýningin byggð á ævintýrum Aladdin. Er þetta þriðja árið í röð þar sem ákveðið hefur verið að byggja sýninguna á einni af vinsælustu teiknimyndum Disney samsteypunnar. Sýningin spannar allt frá grimmum og illum töfrabrögðum Jafar til gleðidansa andans blá sem öllum ætti að vera […]