Skráning í dansprufur er hafin!

Það gleður okkur að tilkynna að fyrsti yngri danshópur skólans verður stofnaður á vornámkeiði. Danshópurinn er eingöngu ætlaður nemendum á aldrinum 10-13 ára eða þeim sem eru fæddir á árunum 2002, 2003, 2004, 2005 og 2006.

Dansprufurnar fara fram um næstu helgi eða laugardaginn 28.maí næst komandi í World Class í Laugum. Þær hefjast stundvíslega kl.13.00 og er áætlað að þeim ljúki kl.15.30.

SKRÁNING
Skráning fer tram a netfanginu dwc@worldclass.is. Þú gengur frá skráningu með því að senda inn fullt nafn þátttkanda, kennitölu og þann danshóp sem viðkomandi æfir með hjá skólanum.

Skráning stendur til föstudagsins, 27. maí, kl.12.00.

Ef þið hafið einhverjar frekari fyrirspurnir eða vantar nánari upplýsingar þá getið þið endilega haft samband við starfsmenn skólans á netfangið, dwc@worldclass.is.

Hlökkum til að sja sem flesta!