PRUFUTÍMAR FYRSTU VIKUNA!

Vornámskeið hefst mánudaginn 2.maí. Námskeiðið spannar sex vikur og fer kennsla fram á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. í Laugum, Egilshöll, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Ögurhvarfi. Yfir 20 danshópar eru í boði og geta nemendur sótt danstíma allt að fimm sinnum í viku. Í boði eru skipulagðir danstímar 2x og 3x í viku fyrir hvern danshóp með valtímum.

PRUFUTÍMAR
Fríir prufutímar fara fram fyrstu vikuna og er öllum frjálst að mæta. Við hvetjum alla til þess að koma og prófa danstíma hjá skólanum. Við bjóðum upp á framsækið og metnaðarfullt dansnám fyrir allan aldur og hlökkum til að sjá ný andlit í tímum og stækka dansfjölskylduna okkar enn frekar.

STUNDASKRÁ
Stundaskrá er að finna hér á heimasíðunni.

Hlökkum til að sjá þig í tíma 🙂