Yngsti danshópur skólans stofnaður

Það gleður okkur að tilkynna að við munum stofna yngsta danshóp skólans á vornámskeiðinu í maí mánuði. Ástæðan er einföld. Þvílíkur uppgangur hefur verið í yngri danshópum skólans að undanförnu og það viljum við ýta undir. Danshópurinn er ætlaður nemendum á aldrinum 10-13 ára. Dansprufur munu fara fram laugardaginn 28. maí og verður það auglýst síðar.

Við erum ótrúlega stolt af nemendum okkar og erum ekkert smá stolt af því að geta ráðist í þetta verkefni með öllum þessum hæfileikabúntum.
Eingöngu nemendur sem eru skráðir á vornámskeið hafa kost á því að sækja dansprufurnar og freista þess að verða hluti af danshópnum.