Entries by gre

Danshelgi

Um helgina fer fram svokölluð, Danshelgi, í World Class í Laugum. Allir danshópar skólans sameinast á einum stað og æfa atriði sín fyrir nemendasýningu. Æfingar hefjast í dag, föstudag og standa yfir allan laugardaginn. Við búumst við mikilli stemmningu innanhúss og hlökkum til að fínstilla atriðin. Skipulag er eftirfarandi: FÖSTUDAGUR Kl.17.00-18.45 Salur 3 – 13-15 […]

Þorvaldur Davíð er kynnir

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Þorvaldur Davíð Kristjánsson, leikari, mun sjá um kynningar á sýningunni okkar í ár. Hann er best þekktur fyrir leik sinn í íslensku kvikmyndinni Svartur Á Leik en gagnrýnendur hafa lofað hann fyrir frábæra frammistöðu í myndinni. Þessa dagana fer hann með aðalhlutverk í sýningunni, Furðulegt háttalag hunds […]

Miðasala hafin!

Miðasala er hafin á nemendasýningu dansskólans sem fer fram á stóra sviði Borgarleikhússins, miðvikudaginn 2. apríl, næst komandi. Miða er hægt að nálgast á midi.is, undir nafninu Pétur Pan, og í miðasölu Borgarleikhússins í s. 568 8000.  Miðaverð á sýninguna er 2.400 kr. Eins og fram hefur komið í fyrri fréttabréfum þá hefur skólinn tekinn […]

Pétur Pan þema á nemendasýningu

Árleg nemendasýning dansskólans fer fram í Borgarleikhúsinu á vorönn. Nemendur skólans sameinast allir undir þaki leikhússins í lok vorannar og sýna listir sínar. Allir nemendur skólans þátt í að setja upp glæsilega sýningu sem er þematengd og færir dansæfingarnar í danssal yfir á stórt og viðamikið svið. DANSSKÓLINN ÞEKKTUR FYRIR GLÆSILEG SÝNINGAR Dansskólinn er löngum orðinn […]

Fjör í danstímum

[vc_row][vc_column][vc_single_image image=“1563″ img_link_target=“_self“ img_size=“960×305″][vc_column_text] Mikið fjör hefur verið í dansstímum fyrstu vikurnar og ekki leynir gleðin sér á meðal nemenda. Danshópar okkar eru vel sóttir og líkt og áður hefur fram komið hér á síðunni, þá er eftirspurn umfram framboð í nokkra danshópa. Við erum ótrúlega heppin með nemendur sem eru áhugasamir og metnaðarfullir og […]

Eftirspurn umfram framboð

[vc_row][vc_column][vc_single_image image=“1546″ img_link_target=“_self“ img_size=“960×305″][vc_column_text] Mikill uppgangur er í starfsemi skólans og sýndi það sig í síðustu viku eða fyrstu viku vorannar. Skráning í prufutíma hefur aldrei verið meiri og fór eftirspurn eftir dansnámi fram úr framboði í nokkrum hópum skólans. Hópar fylltust strax í fyrsta tíma og náðu því miður ekki allir dansþyrstir dansarar að […]

Opinn valtími í dag

Fyrsti valtími annarinnar fer fram í dag, föstudag, kl.17.00-18.00 í World Class í Laugum. Modern og Contemporary heitir tíminn og er ætlaður þeim nemendum sem vilja auka við þekkingu sína á sviði tækniæfinga og samsetningu á dansrútínum (choreography). Mikill áhugi er fyrir tímanum á meðal nemenda skólans og búumst við við því að sjá marga […]

Opnir prufutímar

  Við vekjum athygli á opnum prufutímum í fyrstu viku okkar á vorönn. Vikuna 13. – 18. janúar geta því allir áhugasamir dansarar komið ókeypis í tíma til okkar og kynnt sér starfsemina. Til þess að geta nýtt þér þessa tíma þarftu að skrá þig hjá okkur. Það gerirðu með því að senda okkur póst […]

NÝTT á vorönn

            Við bjóðum í fyrsta skipti upp á valtíma fyrir dansþyrsta nemendur okkar. Nú gefst nemendum dansskólans tækifæri til þess að bæta við sig þriðja tímanum í viku. Valtíminn heitir Modern og Contemporary og er sérstaklega sniðinn að því að hjálpa nemendum að ná betri tökum á tækni í ákveðnum dansæfingum […]

Vorönn hefst 13. janúar

    Við hefjum nýtt og spennandi dansár 2014! Skráning er hafin á vorönn en hún hefst þann 13. janúar næst komandi. Það eru stórkostlegir tímar framundan og hlakkar okkur til þess að hefja danstímana á fullum krafti að nýju. Ýmsir viðburðir verða á dagskrá skólans að venju og munum við tilkynna þá þegar nær […]