Vorönn hefst 13. janúar

 

 

Við hefjum nýtt og spennandi dansár 2014!

Skráning er hafin á vorönn en hún hefst þann 13. janúar næst komandi. Það eru stórkostlegir tímar framundan og hlakkar okkur til þess að hefja danstímana á fullum krafti að nýju. Ýmsir viðburðir verða á dagskrá skólans að venju og munum við tilkynna þá þegar nær dregur en þar má nefna glæsilega nemendasýningu sem fer fram í Borgarleikhúsinu í lok vorannar.

Dansnám hjá Dansstúdíó World Class er fyrir alla á aldrinum 4 – 20 ára og eldri og skiptist það í tvær annir, haustönn og vorönn (frá jan-apríl).  Nemendur í skólanum taka þátt í a.m.k. tveimur sýningum yfir árið og er dansþjálfun markviss og ætluð sem góður undirbúningur fyrir frekara dansnám í framtíðinni.

Nemendur læra ýmsa dansstíla og tryggir framsetning námsins að hver nemandi geti valið sér þann dansstíl sem höfðar mest til nemandans. Mikill uppgangur hefur verið á starfsemi skólans undanfarin ár og er ekkert lát á því. Uppfull af hugmyndum og metnaði göngum við inn í skemmtilegt dansár með nemendum okkar. Við tökum vel á móti nýnemum og hlökkum til að skapa frábærar minningar með ykkur á vorönn.

Skráning er nú hafin hér á heimasíðu skólans og í næstu World Class stöð. Einnig er hægt að ganga frá skráningu í s. 553 0000. Öllum frekari fyrirspurnum er svarað á netfangi skólans: dwc@worldclass.is.