Miðasala hafin!


Miðasala er hafin á nemendasýningu dansskólans sem fer fram á stóra sviði Borgarleikhússins, miðvikudaginn 2. apríl, næst komandi.

Miða er hægt að nálgast á midi.is, undir nafninu Pétur Pan, og í miðasölu Borgarleikhússins í s. 568 8000.  Miðaverð á sýninguna er 2.400 kr.

Eins og fram hefur komið í fyrri fréttabréfum þá hefur skólinn tekinn mikinn vaxtarkipp á þessari önn og því búumst við góðri aðsókn á sýninguna. Undanfarin ár hefur verið uppselt á báðar sýningar og búumst við ekki við öðru í ár. Við hvetjum ykkur til þess að tryggja ykkur miða hið fyrsta. Ástæðan er sú að við viljum eiga kost á því að bæta þriðju sýningunni við, ef þess þarf. Þetta er uppskeruhátíð skólans og jafnframt fjölskyldudagur. Við viljum geta tekið á móti öllum þeim sem vilja samgleðjast okkur og eyða deginum í leikhúsinu að njóta afrakstur vorannar.

Því biðlum við til ykkar, kæru foreldrar, vinir og fjölskylda um að aðstoða okkur. Það gerið þið með því að tryggja ykkur miða hið fyrsta svo við getum gert viðeigandi ráðstafanir ef þess þarf.