Þorvaldur Davíð er kynnir


Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Þorvaldur Davíð Kristjánsson, leikari, mun sjá um kynningar á sýningunni okkar í ár. Hann er best þekktur fyrir leik sinn í íslensku kvikmyndinni Svartur Á Leik en gagnrýnendur hafa lofað hann fyrir frábæra frammistöðu í myndinni. Þessa dagana fer hann með aðalhlutverk í sýningunni, Furðulegt háttalag hunds um nótt, sem sýnt er í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. Sýningin hefur hlotið lof gagnrýnenda og hvetjum við alla til þess að kíkja á sýninguna.

Við minnum á að miðasala er hafin en hún fer fram á midi.is og í afgreiðslu Borgarleikhússins í s. 568 8000.

Sjáumst í Borgarleikhúsinu!