Aladdin þema á vorsýningu skólans!

Þema á nemendasýningu skólans hefur nú verið tilkynnt en í ár verður sýningin byggð á ævintýrum Aladdin. Er þetta þriðja árið í röð þar sem ákveðið hefur verið að byggja sýninguna á einni af vinsælustu teiknimyndum Disney samsteypunnar. Sýningin spannar allt frá grimmum og illum töfrabrögðum Jafar til gleðidansa andans blá sem öllum ætti að vera kunnugur. Aladdin sjálfur spilar að sjálsögðu stórt hlutverk með fjölbreyttum og skemmtilegum uppátækjum sínum í von um að vinna hjarta Jasmín prinsessu. Mikið verður lagt upp úr upplifun áhorfenda og sjónarspili leikhússins. Skólinn er löngum orðinn þekktur fyrir glæsilegar nemendasýningar sínar en þær eru árlegur viðburður á vorönn. Sýningin fer fram á stóra sviði Borgarleikhússins að venju.

Skólinn hefur tekið stóran vaxtarkipp að undanförnu og því ber að fagna. Þar af leiðandi eru sýningardagarnir tveir í ár en það eru:

Laugardagurinn 2. apríl og mánudagurinn 4. apríl.

Nemendur skólans sameinast allir undir þaki leikhússins og sýna listir sínar. Mikið er lagt upp úr hverju atriði sem og búningum, lagavali og útliti sýningar. Markmiðið með sýningunni er að allir hafi gaman af og fái reynslu af sviðsframkomu.

Danshópum verður skipt niður á sýningardaga en nemendur í Egilshöll, Laugum og Seltjarnarnesi sýna á fyrr sýningu sem fer fram laugardaginn 2. apríl. Nemendur í Mosfellsbæ og Ögurhvarfi sýna á seinni sýningu sem fer fram mánudaginn 4. apríl.

Kennarar hafa strax hafist handa við undirbúning á sýningunni og erum við spennt að hefja æfingar með nemendum þegar líður á önnina.