Yngri danshópur hefur verið skipaður

Yngri danshópur skólans hefur nú verið skipaður 13 nemendum sem sóttu dansprufur skólans um síðustu helgi. Þetta var erfitt val fyrir kennara þar sem nemendur lögðu sig alla fram og sýndu hvað í þeim býr. Við erum rosalega stolt af öllum þeim nemendum sem mættu og það er greinilegt að við þurfum að stofna fleiri danshópa. Kennarar voru í miklum vandræðum með að velja svo það komi skýrt fram.

Hópinn skipa:
Andrea Marín Andrésdóttir
Arna Björk Þórsdóttir
Cristina Isabel Agueda
Eydís Jansen
Hera Björg Birkisdóttir
Karen Benediktsdóttir
María Höskuldsdóttir
Rakel Guðjónsdóttir
Rakel Heiðarsdóttir
Rúnar Bjarnason
Signý Ósk Sigurðardóttir
Silvía Stella Hilmarsdóttir
Snædís Sól Harðardóttir
14 SÆTIÐ
Við munum halda eftir einu sæti, þ.e. sæti 14 inn í hópinn. Þetta gerum við til þess að gefa nemendum tækifæri á að vinna sér inn sæti í hópnum. Við munum taka mið af frammistöðu nemenda á vorönn og kennarar munu sameinast í vali á þessum nemanda í lok vorannar. Eingöngu þeir nemendur sem mættu í dansprufur eiga möguleika á að komast inn í hópinn.
Takk fyrir frábærar prufur og til hamingju með glæsilegan árangur elsku dansarar. Við gætum ekki verið stoltari af ykkur.
Innilegar hamingjuóskir til þeirra nemenda sem komust inn í hópinn.
Framtíðin er björt hjá skólanum – það er ekki spurning.