Prufutímar

 

Við vekjum athygli á opnum prufutímum í fyrstu viku okkar á haustönn. Vikuna 8. – 13. september geta því allir áhugasamir dansarar komið ókeypis í tíma til okkar og kynnt sér starfsemina. Til þess að geta nýtt þér þessa tíma þarftu að skrá þig hjá okkur. Það gerirðu með því að senda okkur póst á netfangið: dwc@worldclass.is.

Eins viljum við vekja athygli á því að ekki er hægt að tryggja sér pláss nema með skráningu. Skráning gengur ekki í gegn nema gegn greiðslu og það er útlit fyrir að margir af danshópum okkar verði orðnir fullir fyrir helgi. Því hvetjum við dansþyrsta nemendur okkar sem ætla sér að hefja dansnám á vorönn að ganga frá skráningu hið fyrsta svo þið komist örugglega að og getið verið með okkur á vorönn.

Við tökum vel á móti öllum dönsurum í næstu viku, bæði nýnemum og núverandi nemendum.

Sjáumst í danstíma!