Skráning aldrei meiri

Skráning á haustönn er í fullum gangi og er óhætt að fullyrða að hún hafi aldrei farið jafn vel af stað. Einhverjir hópar munu fyllast fyrir helgi og hvetjum við alla þá sem hafa áhuga á að hefja dansnám við skólann til þess að tryggja sér pláss hið fyrsta. Allir danshópar takmarkast við ákveðinn nemendafjölda og því er ekki hægt að ganga að því vísu að enn verði laus pláss eftir helgi. Það er spennandi dansár framundan og hlakka kennarar skólans til að taka á móti nýnemum sem og öðrum föstum nemendum skólans í næstu viku.

Allar upplýsingar um danshópa og starfsemi skólans er að finna hér á síðunni. Ef einhverjum fyrirspurnum er ósvarað þá hvetjum við alla til þess að hafa samband við okkur á netfangið dwc@worldclass.is.