Samstarf við Fimleikasamband Íslands

Það gleður okkur að tilkynna að Dansstúdíó World Class hefur farið í samstarf við Fimleikasamband Íslands varðandi Opnunarhátíð á Evrópumóti í hópfimleikum sem haldið er hér á Íslandi, dagana 15.-18. október. Mótið er einn stærsti íþróttaviðburður sem hefur verið haldinn hér á landi. Óskað er eftir þátttöku þeirra nemenda dansskólans í aldurshópum 13-15 ára, sem hafa áhuga á að taka þátt í opnunarhátíð mótsins. Fer hún fram miðvikudaginn 15. október kl.17.00.

Dansskólinn miðar að því að bjóða upp á eftirsótt og skemmtileg dansverkefni fyrir nemendur okkar. Þetta er því frábært tækifæri fyrir áhugasama dansara skólans. Opnunarhátíð Evrópumótsins er stórt og viðamikið verkefni með yfir 300 þátttakendur, bæði fimleikafólk, samkvæmisdansarara, parkour iðkendur og núna dansara frá dansskólanum okkar. Þarna fléttast saman fimleikar í dýnustökkum, dans, parkour stökk og samkvæmisdans í mikilli ljósadýrð sem keyrt er af starfsmönnum Exton, hljóð- og ljósaleigu. Þeir eru sérfræðingar á sínu sviði og leggja mikinn metnað í verkefnið.

Þeir nemendur sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu skrá sig til þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið: dwc@worldclass.is, með neðangreindum upplýsingum:

Fullt nafn nemanda
Símanúmer nemanda
Netfang nemanda
Nafn foreldris
Símanúmer foreldris
Netfang foreldris

Athugið: Senda þarf inn skráning fyrir fimmtudaginn 2. október.

Fyrir áhugasama þá er allt um mótið að finna á heimasíðu þeirra:
http://teamgym2014.is