Frábær fyrsti dagur nemendasýninga!

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Fyrsti dagur nemendasýninga skólans fór frábærlega fram á laugardaginn var þegar rúmlega 350 nemendur skólans stigu á svið. Þrjár sýningar fóru fram yfir daginn og var góð stemning í húsinu allan daginn.

Við erum að rifna úr stolti yfir nemendum okkar sem sýndu hvað eftir annað hvað þeir eru að eflast mikið. Allir hafa vaxið mikið og hver og einn persónuleiki er að skína skærar með hverri dansæfingunni. Það sást greinilega á sýningunni.

Takk fyrir hlý orð í okkar garð kæru foreldrar og aðstandendur. Það hefur gefið okkur mikið að lesa falleg ummæli ykkar í tölvupóstum í tengslum við sýninguna. Við förum því full tilhlökkunar inn í annan sýningardaginn okkar á morgun.

Hér er að finna nokkrar myndir frá fyrri sýningardeginum. Allar myndir eru væntanlegar seinna í vikunni. Myndbönd á YouTube eru væntanleg í næstu viku.

 

[/vc_column_text][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“5673,5674,5675,5676,5677,5678,5679,5680,5681,5682,5683,5684,5685,5686,5687,5688,5689,5690,5691,5692,5693,5694,5695,5696,5697″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“][/vc_column][/vc_row]