Acro námskeið á morgun!

 

 

 

 

 

 

 

 

Síðasti Acro tíminn fer fram á morgun, laugardaginn 25. mars, fyrir þá nemendur sem eru skráðir í valtíma. Þar af leiðandi fara engir valtímar fram í dag, föstudaginn 24. mars. Námskeiðið fer fram í fimleikasal Stjörnunnar í Ásgarði í Garðabæ. Hópnum er skipt í tvennt eins og vanalega.

Þjálfarar eru landsliðskonur í hópfimleikum en þær hafa allar keppt oftar en einu sinni fyrir Íslands hönd á erlendum stórmótum. Ábyrgðaraðili verkefnisins fyrir hönd DWC er Eva Dröfn Benjamínsdóttir, kennari, en hún átti fast sæti í landsliðinu í mörg ár áður en hún hætti keppni.
 
KL 14:30 – 16:00

LAUGARMOSFELLSBÆR

SELTJARNARNES

KL 16:00 – 17:30

EGILSHÖLL

SMÁRALIND

ÖGURHVARF

Við hvetjum alla til að vera tímanlega þar sem kennsla hefst á tilsettum tíma.

Við hlökkum til að sjá ykkur öll.