DWC Dance Camp 31.mars & 1.apríl

 

JOSH KILLACKY OG ANTOINE TROUPE Á ÍSLANDI!

DWC Dance Camp fer fram í annað skiptið dagana 31. mars og 1. apríl í World Class í Kringlunni.
Antoine Troupe hefur unnið með Prince og Kehlani og Josh Killacky er einn heitasti ungi dansarinn í Los Angeles í dag.

Fjórir 90 mínútna danstímar og myndataka með dönsurunum.

DANSTÍMAR
Tveir danstímar með Josh Killacy og tveir danstímar með Antoine Troupe.
Þeir kenna nýja rútínu í hverjum danstíma
Dansarar sameinast í danssalnum og læra rútínurnar. Farið verður ítarlega í öll spor. Danstímarnir eru svokallað intermediate level eða miðlungs erfiðir. Allir dansarar eiga því eftir að ráða við sporin.

MYNDATAKA OG SPJALL
Allir dansarar fá að hitta Killacy og Troupe eftir danstíma. Einn dansari hittir þau í einu og fá tækifæri til þess að fá mynd af sér með þeim. Dansarar mega taka sínar eigin myndir á sína farsíma. Auk þess verða myndir teknar af atvinnuljósmyndara og birtar á heimasíðu skólans.

DAGSKRÁ
Föstudagurinn 31. mars
Josh Killacy kl. 17:00-18:30
Antione Troupe kl. 18:45-20:15

Laugardagurinn 1. apríl
Antoine Troupe kl. 12:30-14:00
Josh Killacy kl. 14:30-16:00

Ekki missa af tækifærinu til þess að dansa með þeim bestu!

SMELLTU Á TAKKANN OG SKRÁÐU ÞIG!

 

 

NEMENDUR DWC FÁ AFSLÁTT

Til þess að nýta þér afsláttinn þá þarftu að skrá þig i gegnum worldclass.is og smella á ‘MÍNAR SÍÐUR’ eins og myndin hér að neðan sýnir.

Þú skráir þig inn með því að slá inn kennitöluna þína og býrð til password sem þú munt alltaf muna.