Frábærar viðtökur vegna Nemendasýningarinnar!

[vc_row][vc_column][vc_column_text]

Nemendasýningin fór fram úr öllum okkar væntingum. Við erum alveg brjálæðislega ánægð með krakkana sem öll með tölu stóðu sig frábærlega!

Sýndar voru 6 sýningar á tveimur dögum, þann 18. og 21. mars. Ævintýrið Charlie and the Chocolate Factory var túlkað með dansi og Björn Bragi Arnarsson sá um kynningar. Poppsöngkonan HILDUR kom svo fram með nemendum í lok allra sýninga.

Gleðin skein svo sannarlega úr hverju andliti og kennararnir stóðu stoltir á hliðarlínunni af árangri krakkanna.

Okkur langar að þakka fyrir fjölda tölvupósta sem okkur bárust frá foreldrum sem hrósuðu sýningunni í hástert. Það er svo gott að heyra það frá ykkur að við séum að gera vel og að þið séuð ánægð með starfið.

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=“1/1″][vc_gallery type=“image_grid“ interval=“3″ images=“5729,5728,5727,5726,5721,5722,5723,5724,5725,5720″ onclick=“link_image“ custom_links_target=“_self“ title=“Nokkrar myndir frá nemendasýningunni“][/vc_column][/vc_row]