Tímabundið lokað fyrir skráningu á haustönn 2017 vegna álags!

 

Tímabundið hefur verið lokað fyrir skráningar á haustönn DWC. Kerfið hefur legið niðri vegna álags á skráningarsíðuna og vinna nú fagaðilar að því að styrkja kerfið. Þessi ákvörðun er tekin  til þess að koma foreldrum og nemendum hjá því að reyna ítrekaðar tilraunir til skráningar án árangurs. Kerfið ræður því miður ekki við þessa umferð.

Við þökkum ykkur fyrir sýnda þolinmæði í þessum leiðinlegum aðstæðum. Þó er jákvætt að dansskólinn okkar sé orðin jafn vinsæll og raun ber vitni. Við bindum vonir við að skráning hefjist að nýju hið fyrsta og munum senda út tilkynningu á tölvupósti um leið og fagaðilar gefa okkur grænt ljós. Tilkynning verður einnig gefin út á heimasíðu og samfélagsmiðlum skólans.

Við biðjumst afsökunar á þessum óþægindum. Við vitum að fólk er orðið stressað að ná plássi og því erum við að reyna að vinna þetta hratt en örugglega.  Við viljum vera lausnamiðuð en vinna þetta á öruggan hátt.  Við hlökkum til að taka á móti nemendum DWC og nýnemum í september.

Best er að ná í okkur á tölvupósti á netfangið dwc@worldclass.is og hvetjum við ykkur til þess að beina öllum fyrfirspurnum ykkar þangað.