SÚPERDANSARAR

Súperdansarar er nýtt dansprógram sem er ætlað þeim nemendum sem ætla sér langt og vilja verða fjölhæfari dansarar!

Þetta eru vikulegir danstímar með gestakennurum sem sérhæfa sig í öðrum dansstílum en þeim föstu danstímum sem kenndir eru samkvæmt stundaskrá skólans. Þeir dansstílar sem teknir eru fyrir eru bæði klassískir og street dansstílar.

Dansstílarnir eru:

Ballet
Break
Locking
Nútímadans
Popping
Samkvæmisdans

Hver gestakennari kemur í tvær vikur í senn og tekur fyrir grunnspor og tækni í hverjum dansstíl fyrir sig. Kennarinn mun síðan binda danssporin og æfingarnar saman í dansrútínu fyrir nemendur.

Hér gefst nemendum tækifæri á að kynnast nýjum dansstílum og dansæfingum. Mikil áhersla er lögð á ítarlega kennslu og góð samskipti milli kennara og nemenda. Lagt verður upp úr því að nemendur séu duglegir að spyrja í tímum í þeim tilgangi að skilja hvern dansstíl sem best og ná góðum tökum á þeim æfingum sem eru lagðar fyrir hverju sinni.

Aldurstakmark í dansprógramið er bundið við 13. ára aldur.

Kennarar:

Ásgeir Helgi
Dansari í Íslenska Dansflokknum og Reykjavík Dance Company
Nútímadans

Jóna Kristín Benediktsdóttir
Margfaldur meistari í samkvæmisdönsum
Samkvæmisdans

Katrín Eyjólfsdóttir
Listdansari
Ballet

Natasha Monay Royal
Frumkvöðull í íslenskri street danssenu
Break og Popping

Ragna Þyrí
Street dansari
Locking